Viðskipti innlent

Viðsnúningur hjá HB Granda

Útgerðafélagið HB Grandi skilaði tapi upp á 1.980 milljónir króna í fyrra samanborið við 549,3 milljóna króna hagnað árið áður.

Rekstrartekjur HB Granda hf. námu 13.658 milljónum króna í fyrra samanborið við 10.823 milljónir króna árið á undan. Þetta jafngildir aukningu upp á 26,2 prósent á milli ára. Mestu réð hækkandi afurðaverð um aukninguna auk þess sem meðalgengi íslensku krónunnar veiktist um 11,7 prósent á tímabilinu. Á móti þessu vann að afli á loðnuvertíð minnkaði verulega á milli ára, vegna lítillar úthlutunar kvóta. Hins vegar urðu verðmæti á veitt kíló meiri, þar sem hærra hlutfall var unnið til manneldis. Þá minnkaði ýsuveiði um þriðjung á milli ára, að því er segir í uppgjörinu.

Rekstrarhagnaður HB Granda fyrir afskriftir (EBITDA) nam 2.685 milljónum króna eða 19,7 prósentum af rekstrartekjum. Til samanburðar nam hagnaðurinn 1.633 milljónum króna árið á undan.

Uppgjör HB Granda





Fleiri fréttir

Sjá meira


×