Innlent

Áfengissala eykst

Sala á rauðvíni jókst minna árið 2006 en fyrri ár.
Sala á rauðvíni jókst minna árið 2006 en fyrri ár. MYND/Getty Images

Áfengissala jókst um rúm sex prósent hérlendis milli áranna 2005 og 2006. Fyrra árið voru seldir tæpir 22 milljón lítrar, en seinna árið rúmlega 23 milljón lítrar. Árið 2006 keypti því hver Íslendingur 15 ára og eldri að meðaltali 7,2 alkahóllítra.

Sala á hvítvíni hefur aukist sérlega mikið síðustu fjögur ár, mun meira en sala á rauðvíni sem jókst minna á síðasta ári en fyrri ár. Þá jókst sala á sterkum drykkjum annað árið í röð, en flest árin á undan minnkaði sala þeirra, eða frá því að sala á bjór var leyfð hér á landi árið 1989. Sala á bjór hefur verið um og yfir 50 prósent af heildarsölu áfengis síðustu fimm ár.

Þetta kemur fram í hefti Hagtíðinda um áfengisneyslu árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×