Viðskipti innlent

Tap hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Hús Orkuveitu Reykjavíkur.
Hús Orkuveitu Reykjavíkur.

Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta árið samanborið við 4.359 milljóna króna hagnað árið 2005. Helsta skýringin á muninum er gengistap vegna langtímaskuldbindinga.

Langtímaskuldir OR eru að stærstum hluta í erlendri mynt. Gengistap Orkuveitu Reykjavikur af langtímaskuldum nam 8.141 milljónum króna á árinu 2006.

Rekstrarhagnaður OR fyrir fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á tímabilinu nnam 8.536 milljónum króna samanborið við 6.540 milljónir króna árið 2005.

Rekstrartekjur OR námu 18,1 milljarði króna á síðasta ári sem er tæplega 3,4 milljarða króna aukning á milli ára. Segir í ársuppgjörinu, að helstu skýringar á mikilli veltuaukningu eru innkoma fráveitureksturs og aukning á orkuframleiðslu til stóriðju.

Heildarskuldir við lok síðasta árs námu 70.618 milljónum króna en þær voru 39.741 milljón krónur í árslok 2005.

Þá nam eigið fé 66,67 milljörðum króna samanborið við rétt tæplega 48,3 milljarða krónum undir lok árs 2005. Eiginfjárhlutfall var 48,6 prósent í lok síðasta árs var 54,9 prósent í lok árs 2005.

Í uppgjörinu segir að rekstur OR á þessu ári sé góður. Umsvif fari vaxandi og fjárfestingar séu miklar. Stærsta verkefni OR er bygging nýrrar virkjunar á Hellisheiði sem segir að muni stórauka orkuvinnslugetu fyrirtækisins.

Ársuppgjör Orkuveitu Reykjavíkur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×