Aðfaranótt 8 Mars var brotist inn í Bernhard ehf / Honda á Íslandi og þaðan tekið Honda CRF 450X árg 2007 enduro hjól. Hjólið er glænýtt og er eins og segir í eigu Bernhards ehf. Númerið á hjólinu er ZV-138 og stellnúmer þess JH2PE06AX7K200194. Allir sem geta veitt einhverjar upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu eða Hlyn í 520-1100.
Mikið hefur verið um stuldir á mótorhjólum jafnt sem fjórhjólum,og eru því gott að minna fólk á að læsa tækjunum eða koma þeim í viðeigandi geymslu.