Innlent

Lilja Viðarsdóttir sendiherra látin

Lilja Viðarsdóttir, fyrrum sendiherra og aðstoðarframkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu.
Lilja Viðarsdóttir, fyrrum sendiherra og aðstoðarframkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu. MYND/Utanríkisráðuneytið
Lilja Viðarsdóttir sendiherra og aðstoðarframkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) andaðist á Landspítala - háskólasjúkrahúsi fyrr í dag, 49 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahúslegu.

Lilja átti langan og farsælan feril í utanríkisþjónustunni og tengdum störfum. Lilja var í fararbroddi þeirra embættismanna sem sömdu fyrir Íslands hönd um Evrópska efnahagssvæðið og gegndi lykilstörfum við rekstur þess samnings alla tíð síðan. Hinn 1. september 2006 var Lilja skipuð sendiherra í utanríkisþjónustu Íslands en á sama tíma veitt leyfi frá störfum til að gegna starfi aðstoðarframkvæmdastjóra EFTA. Það starf er eitt af mikilvægustu trúnaðarstörfum á vettvangi EFTA og EES-samningsins. Lilja sinnti störfum sínum af einstakri elju og vandvirkni þrátt fyrir að hún hafi um langt skeið háð baráttu við illvígan sjúkdóm.

Lilja Viðarsdóttir lætur eftir sig eiginmann, Roger Verbrugghe, auk móður og systkina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×