100 stiga skoteinvígi í Milwaukee 5. mars 2007 04:19 Michael Redd og Ben Gordon voru í miklu stuði í nótt og skoruðu 100 stig samanlagt. NordicPhotos/GettyImages Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum. Michael Redd skoraði 52 stig og hafði betur í skoteinvíginu, en það var Ben Gordon sem átti lokaorðið og nægðu 48 stig hans liði Chicago til sigurs. Þetta var aðeins í áttunda sinn á síðustu 30 árum sem andstæðingar skora samtals 100 stig í leik, en þess má geta að það var Kobe Bryant sem var í aðalhlutverki í síðustu tvö skipti sem það gerðist.Boston vann fjórða leikinn í röð eftir 18 töp í röð þar á undan þegar liðið lagði lánlausa úlfana í Minnesota 124-117 í tvíframlengdum maraþonleik. Ricky Davis skoraði 35 stig fyrir Minnesota og Kevin Garnett skoraði 33 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Delonte West skoraði öll 31 stig sín í síðari hálfleik og framlengingunum fyrir Boston.Gilbert Arenas tryggði Washington umdeildan 107-106 sigur á Golden State með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var nánast runninn út. Brotið var á Arenas þar sem hann keyrði upp að körfunni í blálokin og mótmælti Don Nelson þjálfari Golden State dómnum svo harkalega að hann fékk tæknivillu. Arenas hefði aðeins geta jafnað leikinn með því að hitta úr vítunum tveimur - en sökkti þeim og tæknivítinu og kláraði leikinn. Arenas skoraði 32 stig í leiknum en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State.Phoenix lagði LA Lakers á heimavelli sínum 99-94. Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Phoenix en Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers og Bryan Cook setti 22 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers. Phoenix endurheimti Shawn Marion úr meiðslum, en Lakers liðið verður að vera án Lamar Odom um óákveðinn tíma eftir að hann meiddist á öxl á dögunum - og munar um minna fyrir liðið sem á í vandræðum þessa dagana.Philadelphia gengur allt í haginn síðan liðið losaði sig við Allen Iverson og Chris Webber og í nótt vann liðið góðan sigur á New Jersey 99-86. Andre Iguodala skoraði 21 stig fyrir Philadelphia, en Bostjan Nachbar skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 85. þrennunni á ferlinum með 11 stigum, 14 fráköstum og 14 stoðsendingum. Vince Carter átti afleitan dag og hitti aðeins úr 4 skotum af 20 í leiknum. Hann endaði með 9 stig.Utah vann sannfærandi sigur á New Orleans á útivelli 108-94 í beinni á NBA TV. Þetta var fjórði sigur Utah í röð á útivelli þar sem liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah en Tyson Chandler skoraði 20 stig og hirti 19 fráköst fyrir New Orleans. Loks vann Seattle sigur á Charlotte 96-89 þar sem Ray Allen skoraði 34 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 28, en Gerald Wallace skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum. Michael Redd skoraði 52 stig og hafði betur í skoteinvíginu, en það var Ben Gordon sem átti lokaorðið og nægðu 48 stig hans liði Chicago til sigurs. Þetta var aðeins í áttunda sinn á síðustu 30 árum sem andstæðingar skora samtals 100 stig í leik, en þess má geta að það var Kobe Bryant sem var í aðalhlutverki í síðustu tvö skipti sem það gerðist.Boston vann fjórða leikinn í röð eftir 18 töp í röð þar á undan þegar liðið lagði lánlausa úlfana í Minnesota 124-117 í tvíframlengdum maraþonleik. Ricky Davis skoraði 35 stig fyrir Minnesota og Kevin Garnett skoraði 33 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Delonte West skoraði öll 31 stig sín í síðari hálfleik og framlengingunum fyrir Boston.Gilbert Arenas tryggði Washington umdeildan 107-106 sigur á Golden State með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var nánast runninn út. Brotið var á Arenas þar sem hann keyrði upp að körfunni í blálokin og mótmælti Don Nelson þjálfari Golden State dómnum svo harkalega að hann fékk tæknivillu. Arenas hefði aðeins geta jafnað leikinn með því að hitta úr vítunum tveimur - en sökkti þeim og tæknivítinu og kláraði leikinn. Arenas skoraði 32 stig í leiknum en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State.Phoenix lagði LA Lakers á heimavelli sínum 99-94. Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Phoenix en Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers og Bryan Cook setti 22 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers. Phoenix endurheimti Shawn Marion úr meiðslum, en Lakers liðið verður að vera án Lamar Odom um óákveðinn tíma eftir að hann meiddist á öxl á dögunum - og munar um minna fyrir liðið sem á í vandræðum þessa dagana.Philadelphia gengur allt í haginn síðan liðið losaði sig við Allen Iverson og Chris Webber og í nótt vann liðið góðan sigur á New Jersey 99-86. Andre Iguodala skoraði 21 stig fyrir Philadelphia, en Bostjan Nachbar skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 85. þrennunni á ferlinum með 11 stigum, 14 fráköstum og 14 stoðsendingum. Vince Carter átti afleitan dag og hitti aðeins úr 4 skotum af 20 í leiknum. Hann endaði með 9 stig.Utah vann sannfærandi sigur á New Orleans á útivelli 108-94 í beinni á NBA TV. Þetta var fjórði sigur Utah í röð á útivelli þar sem liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah en Tyson Chandler skoraði 20 stig og hirti 19 fráköst fyrir New Orleans. Loks vann Seattle sigur á Charlotte 96-89 þar sem Ray Allen skoraði 34 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 28, en Gerald Wallace skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira