100 stiga skoteinvígi í Milwaukee 5. mars 2007 04:19 Michael Redd og Ben Gordon voru í miklu stuði í nótt og skoruðu 100 stig samanlagt. NordicPhotos/GettyImages Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum. Michael Redd skoraði 52 stig og hafði betur í skoteinvíginu, en það var Ben Gordon sem átti lokaorðið og nægðu 48 stig hans liði Chicago til sigurs. Þetta var aðeins í áttunda sinn á síðustu 30 árum sem andstæðingar skora samtals 100 stig í leik, en þess má geta að það var Kobe Bryant sem var í aðalhlutverki í síðustu tvö skipti sem það gerðist.Boston vann fjórða leikinn í röð eftir 18 töp í röð þar á undan þegar liðið lagði lánlausa úlfana í Minnesota 124-117 í tvíframlengdum maraþonleik. Ricky Davis skoraði 35 stig fyrir Minnesota og Kevin Garnett skoraði 33 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Delonte West skoraði öll 31 stig sín í síðari hálfleik og framlengingunum fyrir Boston.Gilbert Arenas tryggði Washington umdeildan 107-106 sigur á Golden State með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var nánast runninn út. Brotið var á Arenas þar sem hann keyrði upp að körfunni í blálokin og mótmælti Don Nelson þjálfari Golden State dómnum svo harkalega að hann fékk tæknivillu. Arenas hefði aðeins geta jafnað leikinn með því að hitta úr vítunum tveimur - en sökkti þeim og tæknivítinu og kláraði leikinn. Arenas skoraði 32 stig í leiknum en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State.Phoenix lagði LA Lakers á heimavelli sínum 99-94. Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Phoenix en Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers og Bryan Cook setti 22 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers. Phoenix endurheimti Shawn Marion úr meiðslum, en Lakers liðið verður að vera án Lamar Odom um óákveðinn tíma eftir að hann meiddist á öxl á dögunum - og munar um minna fyrir liðið sem á í vandræðum þessa dagana.Philadelphia gengur allt í haginn síðan liðið losaði sig við Allen Iverson og Chris Webber og í nótt vann liðið góðan sigur á New Jersey 99-86. Andre Iguodala skoraði 21 stig fyrir Philadelphia, en Bostjan Nachbar skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 85. þrennunni á ferlinum með 11 stigum, 14 fráköstum og 14 stoðsendingum. Vince Carter átti afleitan dag og hitti aðeins úr 4 skotum af 20 í leiknum. Hann endaði með 9 stig.Utah vann sannfærandi sigur á New Orleans á útivelli 108-94 í beinni á NBA TV. Þetta var fjórði sigur Utah í röð á útivelli þar sem liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah en Tyson Chandler skoraði 20 stig og hirti 19 fráköst fyrir New Orleans. Loks vann Seattle sigur á Charlotte 96-89 þar sem Ray Allen skoraði 34 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 28, en Gerald Wallace skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Charlotte. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira
Ben Gordon og Michael Redd buðu upp á skotsýningu í nótt þegar Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 126-121 í framlengdum leik í NBA deildinni. Gordon og Redd skoruðu samanlagt 100 stig í leiknum. Michael Redd skoraði 52 stig og hafði betur í skoteinvíginu, en það var Ben Gordon sem átti lokaorðið og nægðu 48 stig hans liði Chicago til sigurs. Þetta var aðeins í áttunda sinn á síðustu 30 árum sem andstæðingar skora samtals 100 stig í leik, en þess má geta að það var Kobe Bryant sem var í aðalhlutverki í síðustu tvö skipti sem það gerðist.Boston vann fjórða leikinn í röð eftir 18 töp í röð þar á undan þegar liðið lagði lánlausa úlfana í Minnesota 124-117 í tvíframlengdum maraþonleik. Ricky Davis skoraði 35 stig fyrir Minnesota og Kevin Garnett skoraði 33 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Delonte West skoraði öll 31 stig sín í síðari hálfleik og framlengingunum fyrir Boston.Gilbert Arenas tryggði Washington umdeildan 107-106 sigur á Golden State með því að setja niður þrjú vítaskot þegar leiktíminn var nánast runninn út. Brotið var á Arenas þar sem hann keyrði upp að körfunni í blálokin og mótmælti Don Nelson þjálfari Golden State dómnum svo harkalega að hann fékk tæknivillu. Arenas hefði aðeins geta jafnað leikinn með því að hitta úr vítunum tveimur - en sökkti þeim og tæknivítinu og kláraði leikinn. Arenas skoraði 32 stig í leiknum en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State.Phoenix lagði LA Lakers á heimavelli sínum 99-94. Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Phoenix en Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers og Bryan Cook setti 22 stig og hirti 14 fráköst fyrir Lakers. Phoenix endurheimti Shawn Marion úr meiðslum, en Lakers liðið verður að vera án Lamar Odom um óákveðinn tíma eftir að hann meiddist á öxl á dögunum - og munar um minna fyrir liðið sem á í vandræðum þessa dagana.Philadelphia gengur allt í haginn síðan liðið losaði sig við Allen Iverson og Chris Webber og í nótt vann liðið góðan sigur á New Jersey 99-86. Andre Iguodala skoraði 21 stig fyrir Philadelphia, en Bostjan Nachbar skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 85. þrennunni á ferlinum með 11 stigum, 14 fráköstum og 14 stoðsendingum. Vince Carter átti afleitan dag og hitti aðeins úr 4 skotum af 20 í leiknum. Hann endaði með 9 stig.Utah vann sannfærandi sigur á New Orleans á útivelli 108-94 í beinni á NBA TV. Þetta var fjórði sigur Utah í röð á útivelli þar sem liðið hefur nú unnið 8 af síðustu 10. Mehmet Okur skoraði 28 stig fyrir Utah en Tyson Chandler skoraði 20 stig og hirti 19 fráköst fyrir New Orleans. Loks vann Seattle sigur á Charlotte 96-89 þar sem Ray Allen skoraði 34 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 28, en Gerald Wallace skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira