Innlent

Marel keypti Póls til að eyða samkeppni

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar krefst þess að stjórnvöld bregðist við fækkun starfa í bænum. Hann segir ákvörðun Marels að hætta starfsemi á Ísafirði ógnun við atvinnulíf bæjarins og telur þá hafa verið að ryðja burt samkeppni þegar fyrirtækið keypti Póls fyrir þremur árum.

Eins og fram kom í fréttum okkar í gær samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðar þungorða yfirlýsingu í vikunni um atvinnumál í bænum í kjölfar ákvörðunar Marels að hætta starfsemi þar þann fyrsta september. Marel keypti ísfirska hátæknifyrirtækið Póls fyrir þremur árum og talaði þá um að styrkja starfsemina fremur en að draga úr henni. Nú, þremur árum síðar verður henni hætt. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir þetta skelfilega ákvörðun og ógnun við atvinnulíf staðarins. Hann telur að Marel hafi keypt Póls á sínum tíma til að ryðja burt samkeppni og aðeins látið líta svo út sem þeir hefðu áhuga á að reka áfram fyrirtækið á Ísafirði. Nú þurfi þeir ekki að óttast samkeppni frá Póls.

Halldór segir áríðandi að ríkisvaldið komi inn þegar ástandið er svona. Hann bendir á að á árunum 2002-2003 hafi störfum hins opinbera á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 1300. Á sama tíma hafi þeim fækkað á Ísafirði um 30. Hann ætlist ekki til að ríkið búi til opinber störf, nema þau séu nauðsynleg, hins vegar megi flytja þau til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×