Innlent

Meirihluti landsmanna andvígur stækkun álvers í Straumsvík

Meirihluti landsmanna, eða rúm 63 prósent , er andvígur stækkun álvers í Straumsvík og tæp 36 prósent fylgjandi, samkvæmt þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins um málið. Úrtakið var 800 manns og tóku um 70 prósent afstöðu.

Talsvert fleiri konur eru andvígar stækkuninni en karlar, en ríflegur meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi stækkuninni. Andstaðan er lang mest meðal Vinstri grænna, eða rúm 93 prósent, og næst mest er hún í Samfylkingunni, 75 próset.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×