Erlent

Neyðarviðræður stjórnvalda á Ítalíu

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Ríkisstjórn hans hefur aðeins verið við völd í tíu mánuði.
Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Ríkisstjórn hans hefur aðeins verið við völd í tíu mánuði. MYND/AP
Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, mun brátt hefja viðræður við Romano Prodi, forsætisráðherra landsins, en hann lagði fram afsögn sína í gær. Forsetinn hefur þó ekki enn samþykkt afsögn Prodis.

Napolitano gæti samþykkt afsögn Prodis, og gefið öðrum tækifæri á að mynda nýja stjórn. Hann gæti líka boðið Prodi að vera áfram við völd og mynda nýja stjórn. Að lokum er hægt að boða til kosninga en það er talið ólíklegt. Viðræður við Prodi og forvígismenn annarra flokka hefjast klukkan níu í fyrramálið.

Romano Prodi lagði fram afsögn sína í gærkvöldi eftir að umdeilt frumvarp hans um að auka þátttöku Ítala í Afganistan var fellt. Frumvarpið þurfti 160 atkvæði en fékk 158. Fyrir atkvæðagreiðsluna hafði utanríkisráðherra Ítalíu, Massiomo D'Alema, sagt að ríkisstjórnin gæti sagt af sér ef frumvarpið yrði ekki samþykkt. Um leið og það var fellt var afsagnar hennar því krafist. Frumvarpið tók einnig á stækkun herstöð Bandaríkjanna í norðurhluta Ítalíu en almenningur hefur mótmælt þeirri ráðagerð harkalega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×