Bretar og Danir kalla hermenn heim frá Írak 21. febrúar 2007 18:58 Danir ætla að kalla alla hermenn sína frá Írak áður en ágústmánuður gengur í garð. Þetta tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur í dag. Á sama tíma greindi starfsbróðir hans í Bretlandi frá því að 1.600 breskir hermenn yrðu kallaðir heim á næstu mánuðum. Þetta gera bandamenn Bush Bandaríkjaforseta um leið og stjórnvöld í Washington ætla að fjölga í herliði sínu í Írak um sem nemur 21 þúsund hermönnum. Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, greindu frá því í hádeginu að 460 hermenn yrðu kallaðir heim áður en ágústmánuður gengi í garð. 9 manna þyrlusveit yrði þó áfram í landinu til að manna fjórar eftirlitsþyrlur. Danir voru meðal upphaflegu staðföstu ríkjanna við innrásina í Írak í mars 2003. Rasmussen var dyggur stuðningsmaður Bandaríkjaforseta. 5 danskir hermenn hafa fallið í bardögum í Írak. Á sama tíma og Danir greindu frá sínum breytingum gerði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þingi grein fyrir heimkvaðningu hluta breska hersins í Írak. Hann sagði að hermönnum yrði fækkað úr 7.100 í 5.500. Þeir sem yrðu eftir yrðu staðsettir í Basra og styðja við Íraka þar. Blair sagði vel hafa gengið að þjálfa íraskar öryggissveitir og því væri nú hægt að fækka í herliðinu. Herliði fækki síðan enn frekar á næsta ári. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, fagnaði ákvörðun Breta og Dana í viðtali í Japan í dag. Hann sagði þetta merki um rétta þróun í Írak. Þrátt fyrir þetta ætla Bandaríkjamenn að fjölga í herliði sínu sem telja mun rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund hermenn eftir breytingarnar. Erlent Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Danir ætla að kalla alla hermenn sína frá Írak áður en ágústmánuður gengur í garð. Þetta tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur í dag. Á sama tíma greindi starfsbróðir hans í Bretlandi frá því að 1.600 breskir hermenn yrðu kallaðir heim á næstu mánuðum. Þetta gera bandamenn Bush Bandaríkjaforseta um leið og stjórnvöld í Washington ætla að fjölga í herliði sínu í Írak um sem nemur 21 þúsund hermönnum. Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Per Stig Möller, utanríkisráðherra, greindu frá því í hádeginu að 460 hermenn yrðu kallaðir heim áður en ágústmánuður gengi í garð. 9 manna þyrlusveit yrði þó áfram í landinu til að manna fjórar eftirlitsþyrlur. Danir voru meðal upphaflegu staðföstu ríkjanna við innrásina í Írak í mars 2003. Rasmussen var dyggur stuðningsmaður Bandaríkjaforseta. 5 danskir hermenn hafa fallið í bardögum í Írak. Á sama tíma og Danir greindu frá sínum breytingum gerði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þingi grein fyrir heimkvaðningu hluta breska hersins í Írak. Hann sagði að hermönnum yrði fækkað úr 7.100 í 5.500. Þeir sem yrðu eftir yrðu staðsettir í Basra og styðja við Íraka þar. Blair sagði vel hafa gengið að þjálfa íraskar öryggissveitir og því væri nú hægt að fækka í herliðinu. Herliði fækki síðan enn frekar á næsta ári. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, fagnaði ákvörðun Breta og Dana í viðtali í Japan í dag. Hann sagði þetta merki um rétta þróun í Írak. Þrátt fyrir þetta ætla Bandaríkjamenn að fjölga í herliði sínu sem telja mun rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund hermenn eftir breytingarnar.
Erlent Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira