Erlent

Mugabe ætlar ekki að segja af sér

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur þvertekið fyrir að hann ætli að segja af sér. Mugabe, sem er orðinn 83 ára gamall, hefur verið gagnrýndur vegna óðaverðbólgu sem nú er í landinu. Í síðustu viku náði hún sextán hundruð prósentum.

Mugabe neitar þó því að efnahagur landsins sé slæmur. Hann viðurkenndi aðeins að lífsgæði landsmanna hefðu minnkað lítillega.

Stjórnmálamenn í landinu hafa verið að rökræða hver á eftir að taka við af Mugabe. Hann hefur enn ekki tilnefnt eftirmann sinn og stjórnar öllu landinu eins og honum sýnist. Í klukkutíma löngu sjónvarpsviðtali í gær skaut Mugabe föstum skotum á þá stjórnmálamenn sem ætluðu sér að taka við af honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×