Atlanta skoraði ekki körfu í þriðja leikhluta 21. febrúar 2007 04:19 Chicago valtaði yfir Atlanta í nótt NordicPhotos/GettyImages Chicago hefur ekki gengið vel í NBA deildinni upp á síðkastið en liðið mætti vel einbeitt til leiks gegn Atlanta á heimavelli sínum í nótt. Chicago vann auðveldan 106-81 sigur og skoraði Atlanta öll 8 stig sín í þriðja leikhlutanum úr vítaskotum. Það hafði ekki mikið að segja fyrir Chicago í þessum leik að skorarinn Ben Gordon þyrfti að fara tognaður af velli í þriðja leikhlutanum, en þá klikkaði Atlanta á öllum 16 skotum sínum. Chris Duhon skoraði 17 stig fyrir Chicago í leiknum en Josh Childress skoraði 16 fyrir Atlanta. Allen Iverson lék á ný með Denver Nuggets eftir meiðsli en það hafði ekkert að segja gegn San Antonio þar sem Denver steinlá 95-80. Carmelo Anthony skoraði 15 stig fyrir Denver sem skoraði aðeins 10 stig í þriðja leikhluta og bjargaði andlitinu með 32 stigum í fjórða leikhlutanum þegar minni spámenn liðanna fengu að spreyta sig. Tony Parker skoraði 17 stig í jöfnu og sterku liði San Antonio, þar sem Tim Duncan spilaði ekki nema 25 mínútur. Washington lagði Minnesota á heimavelli 112-100 þar sem Gilbert Arenas hristi af sér slenið og skoraði 38 stig. Arenas hafði verið arfaslakur í síðustu leikjum og kom greinilega endurnærður úr stjörnuleiknum. Kevin Garnett var að vanda atkvæðamestur hjá Minnesota með 26 stig og 13 fráköst. Charlotte vann góðan sigur á New Orleans 104-100. Raymond Felton skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Charlotte en Chris Paul skoraði 20 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans í einvígi leikstjórnendanna sterku úr nýliðavalinu í hittifyrra. New York vann sigur á Orlando 100-94 þar sem New York vann 24. leikinn á tímabilinu og hefur þar með unnið fleiri leiki í vetur en allt tímabilið í fyrra. Jamal Crawford og Eddy Curry skoruðu 20 stig hvor fyrir New York en Dwight Howard skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. Detroit vann nauman sigur á Milwaukee 84-83 í beinni útsendingu á NBA TV, þar sem Michael Redd sneri aftur eftir meiðsli í liði Milwaukee. Chauncey Billups skoraði 19 stig fyrir Detroit en Charlie Bell var með 22 fyrir heimamenn. Portland batt enda á sigurgöngu Utah með 103-100 sigri á heimavelli. Utah var án tveggja sinna bestu leikmanna. Mehmet Okur skoraði 25 stig fyrir Utah en Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland. Sacramento lagði Boston 104-101 og var þetta 19. tap Boston í síðustu 20 leikjum. Paul Pierce skoraði 26 stig fyrir Boston en Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Memphis 121-105 þar sem Mike Miller skoraði 20 stig fyrir Memphis en Rashard Lewis var með 34 stig fyrir Seattle. Loks sneri Steve Nash aftur í lið Phoenix sem burstaði LA Clippers á útivelli 115-90. Shawn Marion skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst fyrir Phoenix en Corey Maggette skoraði 19 stig fyrir Clippers. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Chicago hefur ekki gengið vel í NBA deildinni upp á síðkastið en liðið mætti vel einbeitt til leiks gegn Atlanta á heimavelli sínum í nótt. Chicago vann auðveldan 106-81 sigur og skoraði Atlanta öll 8 stig sín í þriðja leikhlutanum úr vítaskotum. Það hafði ekki mikið að segja fyrir Chicago í þessum leik að skorarinn Ben Gordon þyrfti að fara tognaður af velli í þriðja leikhlutanum, en þá klikkaði Atlanta á öllum 16 skotum sínum. Chris Duhon skoraði 17 stig fyrir Chicago í leiknum en Josh Childress skoraði 16 fyrir Atlanta. Allen Iverson lék á ný með Denver Nuggets eftir meiðsli en það hafði ekkert að segja gegn San Antonio þar sem Denver steinlá 95-80. Carmelo Anthony skoraði 15 stig fyrir Denver sem skoraði aðeins 10 stig í þriðja leikhluta og bjargaði andlitinu með 32 stigum í fjórða leikhlutanum þegar minni spámenn liðanna fengu að spreyta sig. Tony Parker skoraði 17 stig í jöfnu og sterku liði San Antonio, þar sem Tim Duncan spilaði ekki nema 25 mínútur. Washington lagði Minnesota á heimavelli 112-100 þar sem Gilbert Arenas hristi af sér slenið og skoraði 38 stig. Arenas hafði verið arfaslakur í síðustu leikjum og kom greinilega endurnærður úr stjörnuleiknum. Kevin Garnett var að vanda atkvæðamestur hjá Minnesota með 26 stig og 13 fráköst. Charlotte vann góðan sigur á New Orleans 104-100. Raymond Felton skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Charlotte en Chris Paul skoraði 20 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans í einvígi leikstjórnendanna sterku úr nýliðavalinu í hittifyrra. New York vann sigur á Orlando 100-94 þar sem New York vann 24. leikinn á tímabilinu og hefur þar með unnið fleiri leiki í vetur en allt tímabilið í fyrra. Jamal Crawford og Eddy Curry skoruðu 20 stig hvor fyrir New York en Dwight Howard skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. Detroit vann nauman sigur á Milwaukee 84-83 í beinni útsendingu á NBA TV, þar sem Michael Redd sneri aftur eftir meiðsli í liði Milwaukee. Chauncey Billups skoraði 19 stig fyrir Detroit en Charlie Bell var með 22 fyrir heimamenn. Portland batt enda á sigurgöngu Utah með 103-100 sigri á heimavelli. Utah var án tveggja sinna bestu leikmanna. Mehmet Okur skoraði 25 stig fyrir Utah en Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland. Sacramento lagði Boston 104-101 og var þetta 19. tap Boston í síðustu 20 leikjum. Paul Pierce skoraði 26 stig fyrir Boston en Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Memphis 121-105 þar sem Mike Miller skoraði 20 stig fyrir Memphis en Rashard Lewis var með 34 stig fyrir Seattle. Loks sneri Steve Nash aftur í lið Phoenix sem burstaði LA Clippers á útivelli 115-90. Shawn Marion skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst fyrir Phoenix en Corey Maggette skoraði 19 stig fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira