Viðskipti innlent

Alfesca kaupir franskan skelfiskframleiðanda

Matvælaframleiðandinn Alfesca hefur keypt franska skelfiskframleiðandann Adrimex fyrir um 1,9 milljarða krónur. Adrimex er leiðandi í framleiðslu og sölu úrvalsskelfisks.

Í tilkynningu frá Alfesca kemur fram að á síðasta reikningsári, sem lauk í enda september í fyrra, nam árssala Adrimex 56,4 milljónum, jafnvirði rúmum 4,9 milljörðum króna. Það er ríflega 14% aukning frá árinu á undan.

Þá nam rekstrarhagnaður félagsins í fyrra 3,35 milljónum evra, sem nemur tæpum 300 milljónum íslenskra króna.

Adrimex rekur tvær verksmiðjur í borginni Nantes en um 120 manns vinna hjá félaginu í fullu starfi, að því er segir í tilkynningunni.

Tilkynning Alfesca






Fleiri fréttir

Sjá meira


×