Erlent

Mótmæla stækkun bandarískrar herstöðvar

Talið er að 70.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum um helgina.
Talið er að 70.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum um helgina. MYND/AP
Tugþúsundir manna á Ítalíu taka þátt í að mótmæla fyrirhugaðri stækkun bandarískrar herstöðvar við borgina Vicensa. Ríkisstjórn Ítalíu er klofin í málinu og mótmælendur hóta að koma í veg fyrir stækkunina með því að leggjast fyrir framan jarðýturnar.

Blásið var til mótmælanna síðastliðinn laugardag og þáttakan var langt umfram það sem nokkrum hafði létið sér detta í hug. Talið er að um sjötíu þúsund manns hafi komið á vettvang. Bandaríkjamenn vilja stækka herstöðina um helming og flytja þangað hermenn meðal annars frá Þýskalandi.

Vicensa er 115 þúsund manna vel stæð borg á Norður-Ítalíu. Íbúarnir óttast að fjölgun í bandaríska herliðinu þýði of mikið álag á opinbera þjónustu, minnka græn svæði og kosta lagningu nýrra vega til að sinna umferð til og frá herstöðinni. Þá kemur varla á óvart að góður hluti mótmælendanna er vinstra megin við miðju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×