Seðlabankinn hefur brugðist 16. febrúar 2007 18:30 Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar sakaði banka um yfirgengilegt okur og græðgi á þingi í gær og kallaði eftir rannsókn á bönkunum og samráði þeirra. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til lagainngripa. Jóhanna sakaði þá ráðherra um að stilla sér upp með bönkunum gegn neytendum. Bankarnir hafa skellt skuldinni á stýrivexti Seðlabankans. Bankastjóri Landsbankans, Sigurjón þ. Árnason, sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að bankarnir að vaxtamunur hér væri ekki meiri en í útlöndum. Meðalvaxtamunur væri ríflega tvö prósent hjá Landsbankanum. "Hann lendir þarna í meðaltalsvillunni sem ég vil kalla. Hann leggur allt að jöfnu og tekur bara meðaltal út frá sjónarhóli bankans. En það er eins og að segja að Sigurjón Árnason sé 25 ára - að meðaltali," segir Guðmundur. Guðmundur tekur til dæmis að maður sem á 100 milljónir á bók hjá Landsbankanum fær um 14% vexti og slyppi líklega með um 16-17% vexti á láni sem hann tæki - vaxtamunurinn hjá honum er um tvö og hálft til þrjú prósent. Starfsstúlka á leikskóla með um 50 þúsund króna innistæðu að meðaltali, gæti setið uppi með lægstu vexti, 4,5%. Ef hún þyrfti að taka yfirdráttarlán fengi hún vexti upp á tæp 24%. "Nú þetta er vaxtamunur upp á 16-19%." Guðmundur segir bankana hæglega geta lækkað vaxtakjör almennings. "Ég sé ekki að þá muni neitt um það þó að innlánsvextir myndu hækka verulega og útlánsvextirnir væru lækkaðir eitthvað." Aðalatriðið er þó ekki, segir Guðmundur, hagnaður bankanna. "Það sem er kannski alvarlegast er að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki gert neina tilraun til að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum þannig að venjulegur maður geti borið saman. Ég held að þeir ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning." Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar sakaði banka um yfirgengilegt okur og græðgi á þingi í gær og kallaði eftir rannsókn á bönkunum og samráði þeirra. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til lagainngripa. Jóhanna sakaði þá ráðherra um að stilla sér upp með bönkunum gegn neytendum. Bankarnir hafa skellt skuldinni á stýrivexti Seðlabankans. Bankastjóri Landsbankans, Sigurjón þ. Árnason, sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að bankarnir að vaxtamunur hér væri ekki meiri en í útlöndum. Meðalvaxtamunur væri ríflega tvö prósent hjá Landsbankanum. "Hann lendir þarna í meðaltalsvillunni sem ég vil kalla. Hann leggur allt að jöfnu og tekur bara meðaltal út frá sjónarhóli bankans. En það er eins og að segja að Sigurjón Árnason sé 25 ára - að meðaltali," segir Guðmundur. Guðmundur tekur til dæmis að maður sem á 100 milljónir á bók hjá Landsbankanum fær um 14% vexti og slyppi líklega með um 16-17% vexti á láni sem hann tæki - vaxtamunurinn hjá honum er um tvö og hálft til þrjú prósent. Starfsstúlka á leikskóla með um 50 þúsund króna innistæðu að meðaltali, gæti setið uppi með lægstu vexti, 4,5%. Ef hún þyrfti að taka yfirdráttarlán fengi hún vexti upp á tæp 24%. "Nú þetta er vaxtamunur upp á 16-19%." Guðmundur segir bankana hæglega geta lækkað vaxtakjör almennings. "Ég sé ekki að þá muni neitt um það þó að innlánsvextir myndu hækka verulega og útlánsvextirnir væru lækkaðir eitthvað." Aðalatriðið er þó ekki, segir Guðmundur, hagnaður bankanna. "Það sem er kannski alvarlegast er að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki gert neina tilraun til að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum þannig að venjulegur maður geti borið saman. Ég held að þeir ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning."
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira