Seðlabankinn hefur brugðist 16. febrúar 2007 18:30 Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar sakaði banka um yfirgengilegt okur og græðgi á þingi í gær og kallaði eftir rannsókn á bönkunum og samráði þeirra. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til lagainngripa. Jóhanna sakaði þá ráðherra um að stilla sér upp með bönkunum gegn neytendum. Bankarnir hafa skellt skuldinni á stýrivexti Seðlabankans. Bankastjóri Landsbankans, Sigurjón þ. Árnason, sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að bankarnir að vaxtamunur hér væri ekki meiri en í útlöndum. Meðalvaxtamunur væri ríflega tvö prósent hjá Landsbankanum. "Hann lendir þarna í meðaltalsvillunni sem ég vil kalla. Hann leggur allt að jöfnu og tekur bara meðaltal út frá sjónarhóli bankans. En það er eins og að segja að Sigurjón Árnason sé 25 ára - að meðaltali," segir Guðmundur. Guðmundur tekur til dæmis að maður sem á 100 milljónir á bók hjá Landsbankanum fær um 14% vexti og slyppi líklega með um 16-17% vexti á láni sem hann tæki - vaxtamunurinn hjá honum er um tvö og hálft til þrjú prósent. Starfsstúlka á leikskóla með um 50 þúsund króna innistæðu að meðaltali, gæti setið uppi með lægstu vexti, 4,5%. Ef hún þyrfti að taka yfirdráttarlán fengi hún vexti upp á tæp 24%. "Nú þetta er vaxtamunur upp á 16-19%." Guðmundur segir bankana hæglega geta lækkað vaxtakjör almennings. "Ég sé ekki að þá muni neitt um það þó að innlánsvextir myndu hækka verulega og útlánsvextirnir væru lækkaðir eitthvað." Aðalatriðið er þó ekki, segir Guðmundur, hagnaður bankanna. "Það sem er kannski alvarlegast er að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki gert neina tilraun til að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum þannig að venjulegur maður geti borið saman. Ég held að þeir ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning." Fréttir Innlent Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar sakaði banka um yfirgengilegt okur og græðgi á þingi í gær og kallaði eftir rannsókn á bönkunum og samráði þeirra. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til lagainngripa. Jóhanna sakaði þá ráðherra um að stilla sér upp með bönkunum gegn neytendum. Bankarnir hafa skellt skuldinni á stýrivexti Seðlabankans. Bankastjóri Landsbankans, Sigurjón þ. Árnason, sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að bankarnir að vaxtamunur hér væri ekki meiri en í útlöndum. Meðalvaxtamunur væri ríflega tvö prósent hjá Landsbankanum. "Hann lendir þarna í meðaltalsvillunni sem ég vil kalla. Hann leggur allt að jöfnu og tekur bara meðaltal út frá sjónarhóli bankans. En það er eins og að segja að Sigurjón Árnason sé 25 ára - að meðaltali," segir Guðmundur. Guðmundur tekur til dæmis að maður sem á 100 milljónir á bók hjá Landsbankanum fær um 14% vexti og slyppi líklega með um 16-17% vexti á láni sem hann tæki - vaxtamunurinn hjá honum er um tvö og hálft til þrjú prósent. Starfsstúlka á leikskóla með um 50 þúsund króna innistæðu að meðaltali, gæti setið uppi með lægstu vexti, 4,5%. Ef hún þyrfti að taka yfirdráttarlán fengi hún vexti upp á tæp 24%. "Nú þetta er vaxtamunur upp á 16-19%." Guðmundur segir bankana hæglega geta lækkað vaxtakjör almennings. "Ég sé ekki að þá muni neitt um það þó að innlánsvextir myndu hækka verulega og útlánsvextirnir væru lækkaðir eitthvað." Aðalatriðið er þó ekki, segir Guðmundur, hagnaður bankanna. "Það sem er kannski alvarlegast er að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki gert neina tilraun til að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum þannig að venjulegur maður geti borið saman. Ég held að þeir ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning."
Fréttir Innlent Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira