Seðlabankinn hefur brugðist 16. febrúar 2007 18:30 Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar sakaði banka um yfirgengilegt okur og græðgi á þingi í gær og kallaði eftir rannsókn á bönkunum og samráði þeirra. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til lagainngripa. Jóhanna sakaði þá ráðherra um að stilla sér upp með bönkunum gegn neytendum. Bankarnir hafa skellt skuldinni á stýrivexti Seðlabankans. Bankastjóri Landsbankans, Sigurjón þ. Árnason, sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að bankarnir að vaxtamunur hér væri ekki meiri en í útlöndum. Meðalvaxtamunur væri ríflega tvö prósent hjá Landsbankanum. "Hann lendir þarna í meðaltalsvillunni sem ég vil kalla. Hann leggur allt að jöfnu og tekur bara meðaltal út frá sjónarhóli bankans. En það er eins og að segja að Sigurjón Árnason sé 25 ára - að meðaltali," segir Guðmundur. Guðmundur tekur til dæmis að maður sem á 100 milljónir á bók hjá Landsbankanum fær um 14% vexti og slyppi líklega með um 16-17% vexti á láni sem hann tæki - vaxtamunurinn hjá honum er um tvö og hálft til þrjú prósent. Starfsstúlka á leikskóla með um 50 þúsund króna innistæðu að meðaltali, gæti setið uppi með lægstu vexti, 4,5%. Ef hún þyrfti að taka yfirdráttarlán fengi hún vexti upp á tæp 24%. "Nú þetta er vaxtamunur upp á 16-19%." Guðmundur segir bankana hæglega geta lækkað vaxtakjör almennings. "Ég sé ekki að þá muni neitt um það þó að innlánsvextir myndu hækka verulega og útlánsvextirnir væru lækkaðir eitthvað." Aðalatriðið er þó ekki, segir Guðmundur, hagnaður bankanna. "Það sem er kannski alvarlegast er að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki gert neina tilraun til að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum þannig að venjulegur maður geti borið saman. Ég held að þeir ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning." Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar sakaði banka um yfirgengilegt okur og græðgi á þingi í gær og kallaði eftir rannsókn á bönkunum og samráði þeirra. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til lagainngripa. Jóhanna sakaði þá ráðherra um að stilla sér upp með bönkunum gegn neytendum. Bankarnir hafa skellt skuldinni á stýrivexti Seðlabankans. Bankastjóri Landsbankans, Sigurjón þ. Árnason, sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að bankarnir að vaxtamunur hér væri ekki meiri en í útlöndum. Meðalvaxtamunur væri ríflega tvö prósent hjá Landsbankanum. "Hann lendir þarna í meðaltalsvillunni sem ég vil kalla. Hann leggur allt að jöfnu og tekur bara meðaltal út frá sjónarhóli bankans. En það er eins og að segja að Sigurjón Árnason sé 25 ára - að meðaltali," segir Guðmundur. Guðmundur tekur til dæmis að maður sem á 100 milljónir á bók hjá Landsbankanum fær um 14% vexti og slyppi líklega með um 16-17% vexti á láni sem hann tæki - vaxtamunurinn hjá honum er um tvö og hálft til þrjú prósent. Starfsstúlka á leikskóla með um 50 þúsund króna innistæðu að meðaltali, gæti setið uppi með lægstu vexti, 4,5%. Ef hún þyrfti að taka yfirdráttarlán fengi hún vexti upp á tæp 24%. "Nú þetta er vaxtamunur upp á 16-19%." Guðmundur segir bankana hæglega geta lækkað vaxtakjör almennings. "Ég sé ekki að þá muni neitt um það þó að innlánsvextir myndu hækka verulega og útlánsvextirnir væru lækkaðir eitthvað." Aðalatriðið er þó ekki, segir Guðmundur, hagnaður bankanna. "Það sem er kannski alvarlegast er að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki gert neina tilraun til að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum þannig að venjulegur maður geti borið saman. Ég held að þeir ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning."
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira