Viðskipti innlent

Landsbanki og Landsvirkjun í endurnýjanlegri orkuvinnslu

Frá undirritun samningsins í dag.
Frá undirritun samningsins í dag. Mynd/GVA

Landsbankinn og Landsvirkjun hafa stofnað sameiginlegt fjárfestingafélag um endurnýjanlega orkuvinnslu erlendis. Félagið heitir HydroKraft Invest en því er ætlað að fjárfesta í verkefnum á erlendis sem tengjast endurnýjanlegri orkuvinnslu, með áherslu á vatnsafl.

Landsbankinn og Landsvirkjun munu eiga jafnan hlut í HydroKraft Invest, sem ætlað er að leiða umbótaverkefni á sviði orkumála erlendis, einkum í Evrópu. Leggur hvor aðili tvo milljarða krónur til verkefnisins. Áhersla verður lögð á tæknilegar og rekstrarlegar endurbætur á eldri vatnsaflsvirkjunum í því skyni að bæta nýtingu þeirra og auka framleiðni.

Börgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans, Jóhannes Geir Sigurgeirsson ,stjórnarformaður Landsvirkjunar, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu samning um stofnun félagsins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×