Innlent

Grunnskólahátíð í Hafnarfirði

Frá Víðistaðaskóla.
Frá Víðistaðaskóla. MYND/Stefán Karlsson

Í dag er Grunnaskólahátíðin í Hafnarfirði haldin af nemendum á unglingastigi. Sýnt verður örleikrit og atriði úr söngleikjum í íþróttahúsi Víðistaðaskóla kl. 13 og 15.

Í kvöld verður síðan dansleikur fyrir unglinga í grunnskóladeildum skólanna í íþróttahúsinu við Víðistaðaskóla. Hljómsveitirnar Buff og Lesbian Drums, Páll Óskar og Í svörtum fötum leika fyrir dansi. Sigurvegarar úr Hraunrokki og söngvakeppni Hafnarfjarðar koma einnig fram á dansleiknum.

Eftir dansleikinn verður boðið upp á rútuferðir um bæinn til að auðvelda unglingunum að komast heim til sín.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×