Innlent

Neytendasamtökin vilja lög um transfitusýrur

Skyndibitafæði býður upp á gnægt transfitusýra.
Skyndibitafæði býður upp á gnægt transfitusýra.

Neytendasamtökin hvetja til þess að sett verði lög um transfitusýrur. Þau segja að rannsóknir hafi sýnt að transfitusýrur séu skaðlegar heilsu manna og þá sérstaklega með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma.

Samtökin benda á heimasíðu sinni á evrópska rannsókn sem gerð var 1995-1996 og sýndi að Íslendingar komu verst út af þeim 13 Evrópuþjóðum sem tóku þátt. Íslendingar borðuðu að meðaltali 5,4 grömm af transfitusýrum á dag.

Þau segjast hafa sent umhverfisráðherra bréf þar sem hvatt er til þess að íslensk stjórnvöld fari að dæmi Dana og setji lög um transfitusýrur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×