Meiningarlausar spurningar saksóknara 14. febrúar 2007 10:58 Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; "sumpart meiningarlausum spurningum." Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jakob bentu á að áætlunin væri gengin verulega úr skorðum. Arngrímur Ísberg dómari sagði óskandi að málið gengi hraðar fyrir sig. Hann ítrekaði að spurningar mættu vera markvissari hjá saksóknara. Fram kom í máli Sigurðar Tómasar að hann teldi að það tæki allt að tvo daga, daginn í dag og morgundaginn, að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri, en ákveðið hefur verið að Jón Ásgeir komi fyrir dóminn eftir hádegi á morgun. Yfirheyrslum yfir honum átti að ljúka á hádegi í dag. Þeim verður haldið áfram eftir hádegi og lýkur líklega eftir hádegi á morgun. Dómari sagðist vona að það myndi standa en saksóknari sagðist engu geta lofað um það. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs sagðist aldrei hafa kynnst því áður á 30 ára ferli sínum sem lögfræðingur að áætlanir hafi farið svo mikið úr skorðum. Ákæruvaldið hafi þegar notað meiri tíma í yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri en gefið hafði verið út. Sigurður Tómas benti á að gert væri ráð fyrir að minni tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni en áætlað hafði verið og þar myndi tíminn jafnast út. Gestur spurði skjólstæðing sinn út í ákæruliði 10-13 sem snúa að meintum bókhaldsbrotum tengum Baugi. Sigurður Tómas tók þá við að yfirheyra Jón Ásgeir um 14. lið ákærunnar sem jafnframt snýr að rangfærslum í bókhaldi Baugs í tengslum við viðskipti með bréf Arcadia. Þær yfirheyrslur standa enn yfir og ekki er ljóst hvort þeim lýkur fyrir hádegi. Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; "sumpart meiningarlausum spurningum." Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jakob bentu á að áætlunin væri gengin verulega úr skorðum. Arngrímur Ísberg dómari sagði óskandi að málið gengi hraðar fyrir sig. Hann ítrekaði að spurningar mættu vera markvissari hjá saksóknara. Fram kom í máli Sigurðar Tómasar að hann teldi að það tæki allt að tvo daga, daginn í dag og morgundaginn, að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri, en ákveðið hefur verið að Jón Ásgeir komi fyrir dóminn eftir hádegi á morgun. Yfirheyrslum yfir honum átti að ljúka á hádegi í dag. Þeim verður haldið áfram eftir hádegi og lýkur líklega eftir hádegi á morgun. Dómari sagðist vona að það myndi standa en saksóknari sagðist engu geta lofað um það. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs sagðist aldrei hafa kynnst því áður á 30 ára ferli sínum sem lögfræðingur að áætlanir hafi farið svo mikið úr skorðum. Ákæruvaldið hafi þegar notað meiri tíma í yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri en gefið hafði verið út. Sigurður Tómas benti á að gert væri ráð fyrir að minni tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni en áætlað hafði verið og þar myndi tíminn jafnast út. Gestur spurði skjólstæðing sinn út í ákæruliði 10-13 sem snúa að meintum bókhaldsbrotum tengum Baugi. Sigurður Tómas tók þá við að yfirheyra Jón Ásgeir um 14. lið ákærunnar sem jafnframt snýr að rangfærslum í bókhaldi Baugs í tengslum við viðskipti með bréf Arcadia. Þær yfirheyrslur standa enn yfir og ekki er ljóst hvort þeim lýkur fyrir hádegi.
Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira