Áfallateymi stofnað fyrir fórnarlömb Byrgisins 13. febrúar 2007 19:45 Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Byrgismálið virðist samfelld saga misnotkunar og mistaka. Misnotkun forstöðumanns heimilisins á skjólstæðingum sínum og þeim fjármunum sem runnu til starfseminnar eru í höndum lögreglu. Stjórnvöld hafa viðurkennt mistök varðandi eftirlit með heimilinu og liggja undir ámæli aðstandenda fyrrum skjólstæðinga Byrgisins fyrir aðgerðarleysi. Með tilkomu sérstaks áfallateymis á Landspítalanum á að verða breyting þar á. Ein þessara kvenna hrökklaðist af Byrginu þegar Guðmundur Jónsson fór að falast eftir kynferðissambandi við hana og notfærði sér að hún stóð í erfiðri forræðisdeildu. Meðal þess sem hann lofaði henni ef hún lyti vilja hans var að beita sér fyrir því að hún fengi íbúð fyrir sig og barnið sitt innan félagskerfisins. Svo virðist sem geðdeild Landspítalans og meðferðarstofnanir standi alls ekki öllum til boða. Um miðjan janúar gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu vegna framferði Guðmundar Jónssonar og endaði þá á götunni. Hennar saga er ekkert einsdæmi en enn hefur enginn frá hinu opinbera haft samband við Byrgiskonurnar eða veitt þeim aðstoð fyrr en nú. Um helgina var einni stúlknanna sem kært hefur Guðmund Jónsson vísað frá þegar leitað var eftir aðstoð fyrir hana hjá Landspítalanum. Þessi sama stúlka leitaði aftur til Landspítalans í dag og fékk allt aðrar móttökur. Hennar mál eiga nú að vera í réttum farvegi innan heilbrigðiskerfisins. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Byrgismálið virðist samfelld saga misnotkunar og mistaka. Misnotkun forstöðumanns heimilisins á skjólstæðingum sínum og þeim fjármunum sem runnu til starfseminnar eru í höndum lögreglu. Stjórnvöld hafa viðurkennt mistök varðandi eftirlit með heimilinu og liggja undir ámæli aðstandenda fyrrum skjólstæðinga Byrgisins fyrir aðgerðarleysi. Með tilkomu sérstaks áfallateymis á Landspítalanum á að verða breyting þar á. Ein þessara kvenna hrökklaðist af Byrginu þegar Guðmundur Jónsson fór að falast eftir kynferðissambandi við hana og notfærði sér að hún stóð í erfiðri forræðisdeildu. Meðal þess sem hann lofaði henni ef hún lyti vilja hans var að beita sér fyrir því að hún fengi íbúð fyrir sig og barnið sitt innan félagskerfisins. Svo virðist sem geðdeild Landspítalans og meðferðarstofnanir standi alls ekki öllum til boða. Um miðjan janúar gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu vegna framferði Guðmundar Jónssonar og endaði þá á götunni. Hennar saga er ekkert einsdæmi en enn hefur enginn frá hinu opinbera haft samband við Byrgiskonurnar eða veitt þeim aðstoð fyrr en nú. Um helgina var einni stúlknanna sem kært hefur Guðmund Jónsson vísað frá þegar leitað var eftir aðstoð fyrir hana hjá Landspítalanum. Þessi sama stúlka leitaði aftur til Landspítalans í dag og fékk allt aðrar móttökur. Hennar mál eiga nú að vera í réttum farvegi innan heilbrigðiskerfisins.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira