Innlent

Rifist um ábyrgð á alþingi

Eignir ríkisins að Efri brú í Grímsnesi verða líklega seldar, að sögn forsætisráðherra, en meðferðarstarf þar verður lagt af. Skipað verður sérstakt áfallateymi til að aðstoða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisins og geðdeild Landspítalans stendur þeim opin. Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar rifust á alþingi í dag um hver bæri mesta ábyrgð í Byrgismálinu.

Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sakaði handhafa framkvæmdavaldsins um að vera á hröðum flótta undan ábyrgð í Byrgismálinu. Forsætisráðherra sagði mestu máli skipta að koma þeim sem ættu um sárt að binda vegna málsins til hjálpar. Það verði gert.

Forsætisráðherra sagði að Byrgið væri ekki til lengur. Eignir ríkisins að efri brú yrðu að líkindum seldar og aðalatriðið að annast þennan hóp fólks ekki síst þær konur sem hefðu orðið barnshafandi meðan þær dvöldu í Byrginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×