Innlent

Tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Frá afhendingu verðlaunanna á síðasta ári.
Frá afhendingu verðlaunanna á síðasta ári. MYND/Heiða Helgadóttir

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent að Bessastöðum 28. febrúar næstkomandi. Fimm verkefni voru valin af dómnefnd úr hópi 145 sem fengu styrki á síðasta ári, en alls bárust 277 umsóknir.

Martin Ingi Sigurðsson er tilnefndur fyrir verkefni sitt Áhrif aldurs á utangenamerki mannsins, Hildigunnur Jónsdóttir og Valdimar Olsen fyrir verkefnið Geo-Breeze, Hrafn Þorri Þórisson fyrir Nýsköpun í sýndarverum, Steinþór Bragason fyrir Rafmagnsfluguna og Guðfinna Halldórsdóttir og Björn Ómarsson fyrir Þráðlausa mælingu stökkkrafts.

Þetta er 12. skipti sem verðlaunin eru afhent, en þau eru veitt kennurum á háskólastigi, fyrirtækjum, rannsóknarsofum eða einstaklingum sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði.

Verðlaunin eru árlega veitt námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og voru fyrst veitt árið 1996. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun bæði fyrir atvinnulíf og á fræðasviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×