Viðskipti innlent

Verðbólga mælist 7,4 prósent

Vísitala neysluverðs hækkað um 0,41 prósentustig frá síðasta mánuði og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 7,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Hækkunin er yfir spám greiningardeilda bankanna sem höfðu gert ráð fyrir 0,2 prósentustiga hækkun á milli mánaða.

Að sögn Hagstofunnar er vísitala neysluverðs án húsnæðis er 245,3 stig, óbreytt frá janúar en hún stendur í 6,2 prósentum.

Áhrifa vetrarútsalna gætir enn og lækkaði verð á fötum og skóm um 4,1% af þeim sökum í mánuðinum. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,8 prósenta á tímabilinu en þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,27 prósent, 0,06 prósent af hækkun vaxta og 0,08 prósent vegna hækkunar á viðhaldsliðnum. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,2 prósent, sem er nánast enginn breyting frá síðasta mánuði.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×