Innlent

Aðalmeðferð í Baugsmálinu á morgun

MYND/Valgarður

Aðalmeðferð hefst í Baugsmálinu á morgun en alls verða tæplega eitt hundrað vitni kölluð til. Verið er að taka fyrir átján ákæruliði í endurákæru. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins og Jón Gerald Sullenberger, sem nú eru ákærðir. Hæstiréttur sýknaði fimm sakborninga í upprunalega Baugsmálinu í janúar. En málið má rekja aftur til ársins 2002 þegar húsleit var gerð hjá Baugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×