Fótbolti

Skiptar skoðanir á Mourinho í Portúgal

Jose Mourinho á sína óvini í Portúgal.
Jose Mourinho á sína óvini í Portúgal. MYND/Getty

Fótboltaáhangendur í Portúgal skiptast í tvær andstæðar fylkingar gagnvart Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, ef eitthvað er að marka skoðanakönnun á vegum eins útbreiddasta dagblaðs Portúgals, Correio da Manha. 43,1% vilja sjá Mourinho taka við starfi landsliðsþjálfara eftir að Luiz Felipe Scolari lætur af störfum sumarið 2008 en 42,2% eru á móti ráðningu Mourinho.

Mourinho hefur verið sterklega orðaður við stöðuna, enda bendir margt til kynna að hann verði ekki mikið lengur í herbúðum Chelsea en út þetta tímabil, þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2010. Hinn brasilíski Scolari er harðákveðinn í að hætta með liðið eftir EM 2008 og þykir Mourinho vænlegasti arftaki hans.

Könnunin fór þannig fram að hringt var í 500 manns af handahófi um miðjan janúar. Spurt var: Vilt þú sjá Jose Mourinho taka við starfi Luis Felipe Scolari sumarið 2008? 14,7% aðspurðra höfðu ekki skoðun á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×