Átök við al-Aqsa moskuna 9. febrúar 2007 18:30 Viðbrögð við samkomulagi stríðandi fylkinga í Palestínu, um myndun þjóðstjórnar, hafa verið varfærin enda er tilveruréttur Ísraelsríkis ekki viðurkenndur þar sérstaklega. Til heiftarlegra átaka kom á milli ísraelskra lögreglusveita og íslamskra mótmælenda við al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag. Al-Aqsa moskan er einn helgasti staður múslima en hún stendur á Musterishæðinni sem gyðingar telja ginnheilaga. Þar standa nú yfir framkvæmdir á vegum Ísraelsstjórnar sem múslimar óttast að muni eyðileggja moskuna. Við föstudagsbænirnar í morgun kom svo til óeirða nærri moskunni þegar ungmenni köstuðu flöskum og grjóti að lögreglu sem svaraði með því að skjóta smásprengjum að þeim. Um þrjátíu særðust úr beggja röðum en síðdegis var ró komin að mestu á. Óeirðirnar setja nokkurn blett á gleðina sem ríkti á heimastjórnarsvæðunum í gær vegna samkomulags Fatah og Hamas um myndun þjóðstjórnar sem undirritað var í Mekka í gær. Vonast er til að með því hafi endi verið verið bundinn á átök fylkinganna sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Í samkomulaginu er kveðið á um að Hamas fái níu ráðuneyti í sinn hlut í nýju stjórninni, Fatah sex og fjórir ráðherrar tilheyra öðrum smærri hreyfingum. Ismail Haniyeh, úr Hamas, verður áfram forsætisráðherra en ráðherrar innanríkis-, utanríkis- og fjármála- koma úr röðum óháðra. Tilveruréttur Ísraelsríkis er hins vegar ekki viðurkenndur sérstaklega í samkomulaginu og sú staðreynd skýrir hversu hófstillt viðbrögðin við því hafa verið. Talsmenn bandarískra stjórnvalda og Evrópusambandsins telja of snemmt að segja hvort samkomulagið þýði að styrkgreiðslur til heimastjórnarinnar verði teknar upp á ný og ekki er annað að heyra á ísraelskum ráðamönnum en þeir telji að ekkert hafi breyst. Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Viðbrögð við samkomulagi stríðandi fylkinga í Palestínu, um myndun þjóðstjórnar, hafa verið varfærin enda er tilveruréttur Ísraelsríkis ekki viðurkenndur þar sérstaklega. Til heiftarlegra átaka kom á milli ísraelskra lögreglusveita og íslamskra mótmælenda við al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag. Al-Aqsa moskan er einn helgasti staður múslima en hún stendur á Musterishæðinni sem gyðingar telja ginnheilaga. Þar standa nú yfir framkvæmdir á vegum Ísraelsstjórnar sem múslimar óttast að muni eyðileggja moskuna. Við föstudagsbænirnar í morgun kom svo til óeirða nærri moskunni þegar ungmenni köstuðu flöskum og grjóti að lögreglu sem svaraði með því að skjóta smásprengjum að þeim. Um þrjátíu særðust úr beggja röðum en síðdegis var ró komin að mestu á. Óeirðirnar setja nokkurn blett á gleðina sem ríkti á heimastjórnarsvæðunum í gær vegna samkomulags Fatah og Hamas um myndun þjóðstjórnar sem undirritað var í Mekka í gær. Vonast er til að með því hafi endi verið verið bundinn á átök fylkinganna sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Í samkomulaginu er kveðið á um að Hamas fái níu ráðuneyti í sinn hlut í nýju stjórninni, Fatah sex og fjórir ráðherrar tilheyra öðrum smærri hreyfingum. Ismail Haniyeh, úr Hamas, verður áfram forsætisráðherra en ráðherrar innanríkis-, utanríkis- og fjármála- koma úr röðum óháðra. Tilveruréttur Ísraelsríkis er hins vegar ekki viðurkenndur sérstaklega í samkomulaginu og sú staðreynd skýrir hversu hófstillt viðbrögðin við því hafa verið. Talsmenn bandarískra stjórnvalda og Evrópusambandsins telja of snemmt að segja hvort samkomulagið þýði að styrkgreiðslur til heimastjórnarinnar verði teknar upp á ný og ekki er annað að heyra á ísraelskum ráðamönnum en þeir telji að ekkert hafi breyst.
Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira