Enski boltinn

Óvíst hvað Lampard gerir eftir tímabilið

Það yrði gríðarlegt áfall fyrir Chelsea að missa Frank Lampard.
Það yrði gríðarlegt áfall fyrir Chelsea að missa Frank Lampard. MYND/Getty

Ummæli umboðsmanns Frank Lampard hjá Chelsea í morgun hafa ýtt undir þær sögusagnir að enski landsliðsmaðurinn kunni að vera á förum frá Englandsmeisturunum í sumar. Umboðsmaðurinn staðfestir að Lampard verði hjá Chelsea út leiktíðina en hvað taki við í sumar sé algjörlega óráðið.

"Lampard er leikmaður Chelsea þar til loka tímabilsins. Hvað tekur þá við er eitthvað sem við höfum ekki ákveðið ennþá," sagði umboðsmaðurinn Steve Kutner í viðtali við útvarpsstöð í Barcelona. Spænska stórliðið er sagt hafa mikinn áhuga á að klófesta kappann og þá þykir nokkuð víst að fyrrum félaga hans hjá Chelsea, Eiður Smára Guðjohnsen, muni gera sitt í að lokka Lampard til Katalóníu.

"Það er allt of snemmt að segja til um hvort hann yfirgefi Chelsea. Nú einbeitir hann sér að því einu að standa sig vel fyrir Chelsea," bætti Kutner við. Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, er sagður ætla að bjóða Lampard nýjan samning við félagið sem veitir honum 150 þúsund pund á viku í laun. Það myndi gera Lampard að launahæsta leikmanninum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×