Innlent

Jóhanna undrast synjun ríkisstjórnar

Jóhanna Sigurðardóttir segir frá því á bloggsíðu sinni í dag að forsætisráðuneytið hafi synjað beiðni hennar um að fá afhent öll þau gögn af ríkisstjórnarfundum þar sem málefni Byrgisins voru til umræðu.

Jóhanna situr í félagsmálanefnd og var að freista þess að nefndin gæti fjallað um ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar og þannig sinnt því eftirlitshlutverki sem hún segir löggjafarvaldið eiga að sýna framkvæmdavaldinu.

Samkvæmt Jóhönnu bar forsætisráðuneytið fyrir sig upplýsingalög en þau segja að almenningur fái ekki aðgang að fundargerðum ríkisstjórnarinnar.



Að lokum segir Jóhanna að þessi hegðun ríkisstjórnarinnar veki upp tortryggni og spurningar og spyr hvað ríkisstjórnin hafi eiginlega að fela.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×