Detroit herðir takið á Cleveland 5. febrúar 2007 02:22 Chauncey Billups keyrir hér framhjá hinum unga Daniel Gibson hjá liði Cleveland, sem þarf enn að fara í gegn um Detroit ef það ætlar sér að vinna Austurdeildina NordicPhotos/GettyImages Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. Stjörnuleikmaðurinn Chauncey Billups skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit og Chris Webber og Rasheed Wallace bættu við 15 stigum hvor í frekar fyrirhafnarlitlum sigri Detroit, sem sló Cleveland naumlega út úr úrslitakeppninni í annari umferð á síðustu leiktíð. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland, en bróðurpart stiganna skoraði hann þegar úrslit leiksins voru allt nema ráðin undir lokin. James hefur "aðeins" skorað rúm 23 stig að meðaltali í leik gegn Detroit síðan hann kom inn í deildina árið 2003 og er það þriðja lægsta meðaltal hans gegn nokkru liði í NBA. LeBron James viðurkenndi að Detroit liðið hefði ráðið ferðinni og sagði liðið hættulegra nú þegar það væri komið með Chris Webber í stað Ben Wallace, sem fór til Chicago Bulls í sumar. "Það var alltaf þægilegra í vörninni þegar Wallace var í liðinu, því maður gat þó litið af honum. Með tilkomu Webber eru þeir nú komnir með byrjunarlið þar sem hver einasti maður getur skorað 20 stig í hvaða leik sem er," sagði James, en Cleveland er í bullandi vandræðum þessa dagana eftir góða byrjun í haust. Detroit hefur unnið 15 leiki á útivelli og tapað aðeins 9 og er liðið með langbesta útivallaárangurinn í Austurdeildinni. Ekkert annað lið þar hefur unnið helming útileikja sinna eða meira. Fimm lið í Vesturdeildinni hafa 50% vinningshlutfall eða meira á útivöllum. Toronto á fínu skriði Aðeins tveir aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt og lauk þeim frekar snemma vegna Superbowl leiksins í NFL. Toronto hélt áfram góðu gengi með því að vinna sannfærandi sigur á LA Clippers á heimavelli sínum 122-110. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Kanadaliðið og sex leikmenn þess skoruðu 10 stig eða meira í þriðja sigri liðsins í röð. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Toronto hefur fyrir vikið náð þriggja leikja forystu í slökum Atlantshafsriðlinum, sem jókst enn frekar þegar Atlanta lagði New Jersey í nótt. Toronto liðið er allt að smella saman eftir að hafa bætt við sig nýjum mannskap í sumar og eru Evrópumennirnir í liðinu að setja skemmtilegan svip á liðið í bland við þá amerísku. Liðið hefur ekki verið með jafngóða stöðu svo seint á keppnistímabili síðan á leiktímabilinu 2001-02. Sögulegur sigur Atlanta Atlanta lagði svo New Jersey 101-99 á útivelli þar sem Tyronn Lue tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu í enda framlengingar. Þetta var þriðji útisigur liðsins í röð, en þeim árangri hefur liðið ekki náð síðan í desember árið 2000. Atlanta hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og verður það að teljast ansi gott af þessu liði sem verið í kjallara deildarinnar í mörg ár. Það er kannski til marks um það hve veik Austurdeildin er um þessar mundir að þessi litla rispa Atlanta liðsins hefur orðið til þess að nú er liðið ekki nema um þremur leikjum frá Miami í keppni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Joe Johnson skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta í leiknum en Vince Carter skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Jersey. NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. Stjörnuleikmaðurinn Chauncey Billups skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit og Chris Webber og Rasheed Wallace bættu við 15 stigum hvor í frekar fyrirhafnarlitlum sigri Detroit, sem sló Cleveland naumlega út úr úrslitakeppninni í annari umferð á síðustu leiktíð. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland, en bróðurpart stiganna skoraði hann þegar úrslit leiksins voru allt nema ráðin undir lokin. James hefur "aðeins" skorað rúm 23 stig að meðaltali í leik gegn Detroit síðan hann kom inn í deildina árið 2003 og er það þriðja lægsta meðaltal hans gegn nokkru liði í NBA. LeBron James viðurkenndi að Detroit liðið hefði ráðið ferðinni og sagði liðið hættulegra nú þegar það væri komið með Chris Webber í stað Ben Wallace, sem fór til Chicago Bulls í sumar. "Það var alltaf þægilegra í vörninni þegar Wallace var í liðinu, því maður gat þó litið af honum. Með tilkomu Webber eru þeir nú komnir með byrjunarlið þar sem hver einasti maður getur skorað 20 stig í hvaða leik sem er," sagði James, en Cleveland er í bullandi vandræðum þessa dagana eftir góða byrjun í haust. Detroit hefur unnið 15 leiki á útivelli og tapað aðeins 9 og er liðið með langbesta útivallaárangurinn í Austurdeildinni. Ekkert annað lið þar hefur unnið helming útileikja sinna eða meira. Fimm lið í Vesturdeildinni hafa 50% vinningshlutfall eða meira á útivöllum. Toronto á fínu skriði Aðeins tveir aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt og lauk þeim frekar snemma vegna Superbowl leiksins í NFL. Toronto hélt áfram góðu gengi með því að vinna sannfærandi sigur á LA Clippers á heimavelli sínum 122-110. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Kanadaliðið og sex leikmenn þess skoruðu 10 stig eða meira í þriðja sigri liðsins í röð. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Toronto hefur fyrir vikið náð þriggja leikja forystu í slökum Atlantshafsriðlinum, sem jókst enn frekar þegar Atlanta lagði New Jersey í nótt. Toronto liðið er allt að smella saman eftir að hafa bætt við sig nýjum mannskap í sumar og eru Evrópumennirnir í liðinu að setja skemmtilegan svip á liðið í bland við þá amerísku. Liðið hefur ekki verið með jafngóða stöðu svo seint á keppnistímabili síðan á leiktímabilinu 2001-02. Sögulegur sigur Atlanta Atlanta lagði svo New Jersey 101-99 á útivelli þar sem Tyronn Lue tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu í enda framlengingar. Þetta var þriðji útisigur liðsins í röð, en þeim árangri hefur liðið ekki náð síðan í desember árið 2000. Atlanta hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og verður það að teljast ansi gott af þessu liði sem verið í kjallara deildarinnar í mörg ár. Það er kannski til marks um það hve veik Austurdeildin er um þessar mundir að þessi litla rispa Atlanta liðsins hefur orðið til þess að nú er liðið ekki nema um þremur leikjum frá Miami í keppni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Joe Johnson skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta í leiknum en Vince Carter skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Jersey.
NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira