Erlent

Ætlaði að selja leynilegar upplýsingar Kóka Kóla

MYND/Vísir

Bandarískur dómstóll dæmdi í dag fyrrum háttsettan starfskraft innan Kóka Kóla fyrirtækisins sekan fyrir að hafa ætlað að stela leyndarmálum frá Kóka Kóla og selja þau síðan Pepsí. Joya Williams, fyrrum aðstoðarkona yfirmanns alþjóðlegu deildar Kóka Kóla, gæti fengið tíu ára fangelsisdóm fyrir vikið. Hún sýndi engar tilfinningar þegar dómurinn var kveðinn upp.

Williams sagði fyrir rétti að þó svo hún hefði reglulega afritað skjöl og farið með þau heim til sín hefði hún ekki haft í hyggju að selja þau til Pepsí. Málið uppgötvaðist þegar Pepsí sýndi Kóka Kóla bréf frá háttsettum starfsmanni fyrirtækisins sem hafði boðið Pepsí trúnaðarupplýsingar til sölu. Kóka Kóla hafði þá samband við lögreglu sem hóf rannsókn á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×