Erlent

14 létu lífið í aftakaveðri í Flórída

Fjórtán manns létu lífið og tugir slösuðust í aftakaveðri sem gekk yfir miðbik Flórída í Bandaríkjunum í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum sýslum í ríkinu, en hundruð heimila gjöreyðilögðust í þrumuveðri og skýstrókum.

Svo mikill var veðurhamurinn að bílar, meðal annars flutningabílar, fuku af hraðbrautum. Tré rifnuðu upp með rótum og hrifu með sér raflínur sem varð þess valdandi að um 20 þúsund íbúar á svæðinu urðu rafmagnslausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×