Erlent

Forseti Kína til Súdan á morgun

Hu Jintao (t.h.) sést hér ásamt forseta Nígeríu í ferð sinni þar í nóvember í fyrra. Kínverjar hafa farið mikinn í Afríku undanfarið og gert þar marga mikilvæga viðskiptasamninga.
Hu Jintao (t.h.) sést hér ásamt forseta Nígeríu í ferð sinni þar í nóvember í fyrra. Kínverjar hafa farið mikinn í Afríku undanfarið og gert þar marga mikilvæga viðskiptasamninga. MYND/AP

Forseti Kína, Hu Jintao, fer í sína fyrstu heimsókn til Súdan á morgun og ætlar sér eingöngu að skrifa undir viðskiptasamninga og heimsækja olíuhreinsunarstöð sem Kínverjar byggðu þar í landi. Vestræn stjórnvöld og mannréttindasamtök voru að vonast eftir því að Jintao myndi setja þrýsting á yfirvöld í Súdan vegna ástandsins í Darfur-héraði.

Sérstakur erindreki Bandaríkjanna, Andrew Natsios, reyndi í desember að fá Kínverja til þess að beita sívaxandi efnahagslegum mætti sínum í Súdan til að knýja þarlend stjórnvöld til þess að gera eitthvað í málefnum Darfur. Kínverjar hafa virt þær óskir að vettugi og halda áfram að kaupa olíu af Súdan og selja þeim vopn. Þeir hafa einnig notað stöðu sína í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að koma í veg fyrir að refsiaðgerðir gegn Súdan séu of harðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×