Handbolti

Guðjón Valur enn í hópi markahæstu manna

Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað mest allra leikmanna á HM ef undan eru skilin mörk úr vítaköstum.
Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað mest allra leikmanna á HM ef undan eru skilin mörk úr vítaköstum.

Guðjón Valur er í 4.-5. sæti á lista markahæstu leikmanna HM í Þýskalandi þegar keppni í milliriðlum er lokið, en hann hefur skorað 47 mörk í sjö leikjum. Ef mörk úr vítaköstum eru dregin frá leikmönnum er Guðjón Valur hins vegar markahæstur allra, en hann hefur aðeins skorað eitt mark úr vítakasti. Tékkinn Filip Jicha er enn markahæstur með 55 mörk.

Jicha hefur skorað níu mörk úr vítum en flest mörk hans hafa komið með þrumuskotum utan af velli, enda Jicha ein allra skotfastasta skytta heims. Í öðru sæti listans er “grænlenska bomban”  KREUTZMANN Angutimmarik Kreutzmann með 49/8 mörk en í þriðja sæti er Cho Chi-Hyo frá Suður-Kóreu með 48/13 mörk. Guðjón Valur og Rússinn Eduard Koksharov frá Rússlandi hafa báðir skorað 47 mörk, en þess ber að geta að Koksharov hefur skorað 19 mörk úr vítum.

Þess má einnig geta að Roland Eradze er í fimma sæti á lista markmanna yfir mestu vítabana. Eradze hefur varið þrjú af þeim sjö vítaskotum sem hann hefur fengið á sig, sem gerir 43% markvarsla. Í efsta sæti á þeim lista er Ole Erevik, markvörður Noregs, sem varið hefur fimm af níu vítaskotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×