Fótbolti

Inter vann 14. leikinn í röð

Zlatan Ibrahimovich fagnar marki sínu gegn Sampdoria í gær.
Zlatan Ibrahimovich fagnar marki sínu gegn Sampdoria í gær. MYND/Getty

Inter Milan er áfram með 11 stiga forystu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu eftir að hafa unnið sinn 14. sigur í röð í gærkvöldi. Liðið vann þá Sampdoria, 2-0, en helstu keppinautarnir í Roma gera það sem þeir geta til að halda í við Inter og unnu 1-0 sigur á Siena um helgina.

Það voru Zlatan Ibrahimovic og Maicon sem skoruðu mörk Inter í leiknum í sitt hvorum hálfleiknum en Sampdoria lék stærstan hluta leiksins einum færra eftir að Gennaro Delvecchio hafði verið vikið af leikvelli strax á 7. mínútu.

Það var Mirko Vucinic sem skoraði sigurmarkið í leik Roma og Siena um miðjan síðari hálfleik. AC Milan klifrar hægt upp stigatöfluna og um helgina lagði liðið Parma á heimavelli sínum þar sem Filipo Inzaghi skoraði eina mark leiksins eftir að hafa komið inn á sem varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×