Fótbolti

McLeish tekur við Skotum

Skoska knattspyrnusambandið hefur staðfest að það hefur ráðið Alex McLeish sem þjálfara skoska landsliðsins í knattspyrnu. McLeish tekur við starfinu af Walter Smith, eftir að sá síðarnefndi tók við liði Rangers fyrir skemmstu.

Ráðning McLeish kemur ekki á óvart þar sem nokkuð er liðið síðan það spurðist fyrst út að hann væri í viðræðum við skoska knattspyrnusambandið. McLeish skrifaði undir samning til ársins 2010.

"Við erum mjög ánægðir með að hafa ráðið fyrrum landsliðsmann sem landsliðsþjálfara. McLeish er með æðstu þjálfaramenntun sem völ er á og er mjög hæfur í starfið. Við væntum mikils af honum," sagði David Taylor, stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins á blaðamannafundi nú rétt fyrir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×