Erlent

Yfir 300 uppreisnarmenn féllu í bardögum

Að minnsta kosti 300 uppreisnarmenn eru sagðir hafa fallið í heiftarlegum átökum við íraskar og bandarískar hersveitir í Najaf-héraði undanfarinn sólarhring.

Ákveðið var að láta til skarar skríða gegn uppreisnarmönnunum eftir að upplýsingar bárust um að þeir áformuðu að ráðast gegn pílagrímum á leið til Najaf í tilefni Ashura-hátíðar sjíamúslima. Að minnnsta kosti fimm íraskir hermenn liggja í valnum eftir átökin og tveir bandarískir en þeir voru um borð í þyrlu sem hrapaði til jarðar nærri vígvellinum. Ekki hefur verið greint frá orsökum þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×