Viðskipti innlent

Copeinca skráð á markað í kauphöllina í Ósló

Gengi hlutabréfa í perúska lýsis- og mjölframleiðandanum Copeinca hækkaði um tæp 14 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í Osló í Noregi í dag. Glitnir Securities, dótturfélag Glitnis í Noregi, stóð að baki skráningunni sem er fyrsta skráning Glitnis í erlenda kauphöll.

Copeinca er fjórði stærsti lýsis- og mjölframleiðandi Perú og metinn á um 17 til 18 milljarða krónur. Þetta er jafnframt fyrsta suður-ameríska fyrirtækið sem skráð er á markað í Noregi.

Útboðsgengi félagsins í desember stóð í 40 norskum krónum á hlut við opnun viðskipta í dag en stendur nú nálægt 45 norskum krónum á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×