Fótbolti

Arsene Wenger: Vorum ekki góðir í dag

Arsene Wenger kemur skipunum til sinna manna í leiknum gegn Bolton í dag. Arsenal náði sér ekki á strik í leiknum.
Arsene Wenger kemur skipunum til sinna manna í leiknum gegn Bolton í dag. Arsenal náði sér ekki á strik í leiknum. MYND/Getty

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var óánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Bolton í dag en þá náði liðið aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli. Liðin þurfa því að mætast öðru sinni á heimavelli Bolton í leik sem Wenger kvíður þó ekki fyrir.

"Við vorum ekki nægilega ferskir til að ná upp hraða í leik okkar. Þess í stað spiluðum við á þeirra hraða og í raun fannst mér Bolton alltaf hafa stjórnina í leiknum. Við vorum ekki góðir í dag," sagði Wenger hispurslaust í leikslok.

Úrslitin þýða að Arsenal þarf að heimsækja Bolton um miðjan febrúar þar sem úr verður skorið hvort liðanna fer áfram í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. "Ég hef ekki áhyggjur af þeim leik. Stundum gengur okkur betur á útivelli í bikarkeppni," sagði Wenger og glotti, en þá átti hann við tvo frækna sigra Arsenal á Anfield fyrir skemmstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×