Erlent

Leiðtogar Fatah þekkjast boð Abdullah

Konungur Sádi Arabíu, Abdullah.
Konungur Sádi Arabíu, Abdullah. MYND/AP

Leiðtogar Hamas og Fatah hreyfinganna hafa þekkst boð Abdullah, konungs Sádi Arabíu, um að hittast í Mekka og reyna að leysa ágreiningsmál sín. Adbullah kom með tilboðið í dag en hann sagði nauðsynlegt að palestínumenn sameinuðust um að komast undan hæl Ísraelsmanna.

„Ef að hinir vitru í Palestínu koma ekki með lausn á deilum sínum sem fyrst... kemur það í veg fyrir að hið staðfasta fólk Palestínu geti komið sér undan hæl Ísraels og myndað sjálfstæða Palestínu."

Abdullah bætti síðan við að „Sú atburðarás sem á sér nú stað á meðal Palestínumanna þjónar aðeins hagsmunum óvina múslima og arabískra þjóða auk þess sem að alþjóðasamfélagið, sem ber virðingu fyrir málstað okkar, fær efasemdir." Abdullah sagði einnig að boðið til viðræðna væri byggt á þeirri reglu íslam að þegar trúbræður berjast skal boða til sátta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×