Erlent

Ríkisstjórn Sri Lanka nær meirihluta

Stjórnarhermaður stendur við varðstöð sína.
Stjórnarhermaður stendur við varðstöð sína. MYND/AP

Ríkisstjórnin í Sri Lanka náði að tryggja sér meirihluta í fyrsta sinn eftir að 25 stjórnarandstöðuþingmenn gengu til liðs við hana. Við þessi vistaskipti fengu sumir liðhlaupanna ráðuneyti að launum. Ríkisstjórnin hefur nú 113 sæti af 225 sem mun hjálpa henni að koma lögum í gegnum þingið.

Þessar breytingar hafa samt gert breikkað gjánna sem er á milli stjórnarflokksins og helsta stjórnarandstöðuflokksins og gæti stefnt í voða samkomulagi sem batt enda á tuttugu ára borgarastyrjöld í landinu. Stjórnarandstöðuflokkurinn, UNP, sagði að ríkisstjórnin hefði brotið í bága við samkomulagið en vildi þó ekki segja að því hefði verið rift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×