Erlent

Sögulegar kosningar Sinn Fein í dag

Flokksmeðlimir í Sinn Fein sitja fundinn í dag og rökræða málin fyrir kosningarnar.
Flokksmeðlimir í Sinn Fein sitja fundinn í dag og rökræða málin fyrir kosningarnar. MYND/AP

Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins, hvatti í dag meðlimi sína til þess að samþykkja lögmæti lögreglunnar á Norður-Írlandi. Flokksmenn Sinn Fein greiða atkvæði síðar í dag um hvort þeir styðji lögregluna en meirihluti hennar eru mótmælendatrúar.

Stjórnmálamenn sem eru mótmælendatrúar vilja að Sinn Fein samþykki lögmæti lögreglunnar áður en frekari viðræður um samstarf fara fram. Stuðningsmenn Sinn Fein hafa lengi álitið lögregluna vera arm breska heimsveldisins í Norður-Írlandi. Ef þeir lýsa yfir stuðningi við lögregluna væri það eitt mikilvægasta skref sem tekið hefur verið í friðarátt á Norður-Írlandi í langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×