Erlent

Verkfalli í Gíneu lokið

Brunnin rúta eftir mótmæli á mánudaginn var. Mótmælendur hentu steinum í átt að lögreglu sem þá hóf shothríð. Fjöldi  mótmælenda lét þar lífið.
Brunnin rúta eftir mótmæli á mánudaginn var. Mótmælendur hentu steinum í átt að lögreglu sem þá hóf shothríð. Fjöldi mótmælenda lét þar lífið. MYND/AP

Stéttarfélög í Gíneu enduðu í nótt verkfall sem lamaði þjóðina síðustu 19 daga. Stéttarfélögin kröfðust lægra verðs á bensíni og hrísgrjónum og að skipaður yrði nýr forsætisráðherra. Forseti landsins, Lasana Conte, hefur nú sæst á þær kröfur stéttarfélaganna. 59 manns létu lífið í átökum lögreglu og mótmælenda á meðan verkfallinu stóð.

Verkfallið kom í veg fyrir útflutning á báxíti, sem ál er unnið úr, en Gínea er heimsins mesti útflytjandi báxíts. Þetta er líka í eitt fyrsta sinn í sögu Afríku sem stéttarfélög verða pólitískt afl en hingað til hafa þau ekki haft mikil ítök í stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×