Ísland lendir aldrei neðar en í 3. sæti milliriðilsins 27. janúar 2007 21:13 Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson geta huggað sig við það að sama hvernig fer gegn Þjóðverjum á morgun, þá munu þeir líklegast sleppa við að mæta Króötum í 8-liða úrslitum HM. MYND/Pjetur Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum morgundagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir morgundagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins. Mikilvægi sigursins á Frökkum í riðlakeppninni er í raun sífellt að aukast því með honum er ljóst að Íslendingar verða ávallt ofar en Frakkar í milliriðli 1, fari svo að liðin verði jöfn að stigum eftir leiki morgundagsins. Fari svo að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum á morgun verður raunin sú, því fastlega er búist við því að Frakkar vinni auðveldan sigur á Túnisum. Þá yrðu bæði lið með sex stig en Íslendingar yrðu í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Sú niðurstaða yrði enn þýðingarmeiri í ljósi þess að liðið í fjórða sæti milliriðils 1 mætir að öllum líkindum firnasterku liði Króata í 8-liða úrslitum. Króatar mæta Spánverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í milliriðli 2 á morgun og eru Króatar taldir nokkuð sigurstranglegri miðað við spilamennsku liðanna það sem af er. Að sama skapi er ljóst að ef Ísland tapar fyrir Þýskalandi mætir liðið annaðhvort Króatíu eða Spáni í 8-liða úrslitum. Eins og þessi upptalning ber með sér eru ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í leikjunum í dag og er hægt er að velta tölfræðinni fyrir sér á fleiri vegu. Pólverjar mæta Slóvenum á morgun og eru mun sigurstranglegri, ekki síst í ljósi þess að Slóvenar eiga enga möguleika á að fara áfram í 8-liða úrslit. Þar sem Pólland vann Ísland verður liðið ávallt fyrir ofan Íslendinga í stigatöflunni, nema að svo ólíklega vildi til að Slóvenar sigruðu Pólverja og Íslendingar sigruðu Þjóðverja. Þá yrðu Íslendingar í efsta sæti milliriðils 1 og mættu að öllum líkindum Ungverjum eða Dönum í 8-liða úrslitum. Til að flækja dæmið enn frekar er hægt að setja dæmið upp á þann hátt að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum , Pólverjar töpuðu fyrir Slóvenum en Frakkar sigruðu Túnis. Þá yrði Þýskaland í efsta sæti milliriðilsins með 8 stig en Ísland, Frakkland og Pólland enduðu öll með sex stig. Þá myndi íslenska liðið hins vegar hirða annað sætið, þar sem innbyrðis markatala liðsins í viðureignunum gegn Frökkum og Pólverjum er hagstæðust. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum morgundagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir morgundagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins. Mikilvægi sigursins á Frökkum í riðlakeppninni er í raun sífellt að aukast því með honum er ljóst að Íslendingar verða ávallt ofar en Frakkar í milliriðli 1, fari svo að liðin verði jöfn að stigum eftir leiki morgundagsins. Fari svo að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum á morgun verður raunin sú, því fastlega er búist við því að Frakkar vinni auðveldan sigur á Túnisum. Þá yrðu bæði lið með sex stig en Íslendingar yrðu í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Sú niðurstaða yrði enn þýðingarmeiri í ljósi þess að liðið í fjórða sæti milliriðils 1 mætir að öllum líkindum firnasterku liði Króata í 8-liða úrslitum. Króatar mæta Spánverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í milliriðli 2 á morgun og eru Króatar taldir nokkuð sigurstranglegri miðað við spilamennsku liðanna það sem af er. Að sama skapi er ljóst að ef Ísland tapar fyrir Þýskalandi mætir liðið annaðhvort Króatíu eða Spáni í 8-liða úrslitum. Eins og þessi upptalning ber með sér eru ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í leikjunum í dag og er hægt er að velta tölfræðinni fyrir sér á fleiri vegu. Pólverjar mæta Slóvenum á morgun og eru mun sigurstranglegri, ekki síst í ljósi þess að Slóvenar eiga enga möguleika á að fara áfram í 8-liða úrslit. Þar sem Pólland vann Ísland verður liðið ávallt fyrir ofan Íslendinga í stigatöflunni, nema að svo ólíklega vildi til að Slóvenar sigruðu Pólverja og Íslendingar sigruðu Þjóðverja. Þá yrðu Íslendingar í efsta sæti milliriðils 1 og mættu að öllum líkindum Ungverjum eða Dönum í 8-liða úrslitum. Til að flækja dæmið enn frekar er hægt að setja dæmið upp á þann hátt að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum , Pólverjar töpuðu fyrir Slóvenum en Frakkar sigruðu Túnis. Þá yrði Þýskaland í efsta sæti milliriðilsins með 8 stig en Ísland, Frakkland og Pólland enduðu öll með sex stig. Þá myndi íslenska liðið hins vegar hirða annað sætið, þar sem innbyrðis markatala liðsins í viðureignunum gegn Frökkum og Pólverjum er hagstæðust.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira