Ísland lendir aldrei neðar en í 3. sæti milliriðilsins 27. janúar 2007 21:13 Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson geta huggað sig við það að sama hvernig fer gegn Þjóðverjum á morgun, þá munu þeir líklegast sleppa við að mæta Króötum í 8-liða úrslitum HM. MYND/Pjetur Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum morgundagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir morgundagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins. Mikilvægi sigursins á Frökkum í riðlakeppninni er í raun sífellt að aukast því með honum er ljóst að Íslendingar verða ávallt ofar en Frakkar í milliriðli 1, fari svo að liðin verði jöfn að stigum eftir leiki morgundagsins. Fari svo að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum á morgun verður raunin sú, því fastlega er búist við því að Frakkar vinni auðveldan sigur á Túnisum. Þá yrðu bæði lið með sex stig en Íslendingar yrðu í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Sú niðurstaða yrði enn þýðingarmeiri í ljósi þess að liðið í fjórða sæti milliriðils 1 mætir að öllum líkindum firnasterku liði Króata í 8-liða úrslitum. Króatar mæta Spánverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í milliriðli 2 á morgun og eru Króatar taldir nokkuð sigurstranglegri miðað við spilamennsku liðanna það sem af er. Að sama skapi er ljóst að ef Ísland tapar fyrir Þýskalandi mætir liðið annaðhvort Króatíu eða Spáni í 8-liða úrslitum. Eins og þessi upptalning ber með sér eru ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í leikjunum í dag og er hægt er að velta tölfræðinni fyrir sér á fleiri vegu. Pólverjar mæta Slóvenum á morgun og eru mun sigurstranglegri, ekki síst í ljósi þess að Slóvenar eiga enga möguleika á að fara áfram í 8-liða úrslit. Þar sem Pólland vann Ísland verður liðið ávallt fyrir ofan Íslendinga í stigatöflunni, nema að svo ólíklega vildi til að Slóvenar sigruðu Pólverja og Íslendingar sigruðu Þjóðverja. Þá yrðu Íslendingar í efsta sæti milliriðils 1 og mættu að öllum líkindum Ungverjum eða Dönum í 8-liða úrslitum. Til að flækja dæmið enn frekar er hægt að setja dæmið upp á þann hátt að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum , Pólverjar töpuðu fyrir Slóvenum en Frakkar sigruðu Túnis. Þá yrði Þýskaland í efsta sæti milliriðilsins með 8 stig en Ísland, Frakkland og Pólland enduðu öll með sex stig. Þá myndi íslenska liðið hins vegar hirða annað sætið, þar sem innbyrðis markatala liðsins í viðureignunum gegn Frökkum og Pólverjum er hagstæðust. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira
Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum morgundagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir morgundagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins. Mikilvægi sigursins á Frökkum í riðlakeppninni er í raun sífellt að aukast því með honum er ljóst að Íslendingar verða ávallt ofar en Frakkar í milliriðli 1, fari svo að liðin verði jöfn að stigum eftir leiki morgundagsins. Fari svo að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum á morgun verður raunin sú, því fastlega er búist við því að Frakkar vinni auðveldan sigur á Túnisum. Þá yrðu bæði lið með sex stig en Íslendingar yrðu í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Sú niðurstaða yrði enn þýðingarmeiri í ljósi þess að liðið í fjórða sæti milliriðils 1 mætir að öllum líkindum firnasterku liði Króata í 8-liða úrslitum. Króatar mæta Spánverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í milliriðli 2 á morgun og eru Króatar taldir nokkuð sigurstranglegri miðað við spilamennsku liðanna það sem af er. Að sama skapi er ljóst að ef Ísland tapar fyrir Þýskalandi mætir liðið annaðhvort Króatíu eða Spáni í 8-liða úrslitum. Eins og þessi upptalning ber með sér eru ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í leikjunum í dag og er hægt er að velta tölfræðinni fyrir sér á fleiri vegu. Pólverjar mæta Slóvenum á morgun og eru mun sigurstranglegri, ekki síst í ljósi þess að Slóvenar eiga enga möguleika á að fara áfram í 8-liða úrslit. Þar sem Pólland vann Ísland verður liðið ávallt fyrir ofan Íslendinga í stigatöflunni, nema að svo ólíklega vildi til að Slóvenar sigruðu Pólverja og Íslendingar sigruðu Þjóðverja. Þá yrðu Íslendingar í efsta sæti milliriðils 1 og mættu að öllum líkindum Ungverjum eða Dönum í 8-liða úrslitum. Til að flækja dæmið enn frekar er hægt að setja dæmið upp á þann hátt að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum , Pólverjar töpuðu fyrir Slóvenum en Frakkar sigruðu Túnis. Þá yrði Þýskaland í efsta sæti milliriðilsins með 8 stig en Ísland, Frakkland og Pólland enduðu öll með sex stig. Þá myndi íslenska liðið hins vegar hirða annað sætið, þar sem innbyrðis markatala liðsins í viðureignunum gegn Frökkum og Pólverjum er hagstæðust.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira