Innlent

Ástargarður opnar á Ítalíu

Þessir sætu kannski nær hvorum öðrum ef þeir væru í ástargarðinum umtalaða.
Þessir sætu kannski nær hvorum öðrum ef þeir væru í ástargarðinum umtalaða. MYND/AP

Á Ítalíu, í landi heitra ástríðna, á ungt fólk nú til dags í erfiðleikum með að finna næði til þess að vera innilegt við hvort annað. Einn þessara ungu manna ákvað því að opna ástargarð. Í ástargarðinu má fólk haga sér eins og það vill og þar er beinlínis ætlast til þess að það sé innilegt við hvort annað.

Ástæða fyrir því að ungt fólk getur ekki verið innilegt við hvort annað er að það neyðist til þess að búa hjá foreldrum sínum lengur en ella vegna síhækkandi húsnæðisverðs. Kaþólska trúin er líka sterk og ætlast er til þess að fólk hafi stjórn á sér.

Ungi athafnamaðurinn Guiseppe Foggetti ákvað þá að opna ástargarðinn. Pör borga þrjú hundruð krónur til þess að fara inn og síðan 100 krónur fyrir hvern hálftíma sem þau dvelja þar. „Ég vildi skapa umhverfi þar sem fólk gæti verið innilegt við hvort annað án þess að hafa sífelldar áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa um. Ég ætla mér að bjóða upp á öryggi og næði." sagði Foggetti þegar hann var að útskýra hugmynd sína.

Ananova segir frá þessu á vefsíðu sinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×