Erlent

Eþíópíumenn hefja brotthvarf frá Sómalíu

Forsætisráðherra Eþíópíu, Meles Zenawi, sagði í dag að þriðjungur hersveita Eþíópíu yrði farinn frá Sómalíu á morgun. „Við erum að fækka í herliðinu í Sómalíu um þriðjung... því ferli ætti að vera lokið í dag eða á morgun."

Zenawi neitaði þó að staðfesta hversu margir hermenn hefðu verið í Sómalíu á meðan stríðinu við íslamska dómstólaráðið stóð yfir. Spurður um hlut Bandaríkjanna í stríðinu sagði hann að enginn bandarískur hermaður hefði tekið þátt í aðgerðum á landi. Einu Bandaríkjamennirnir sem hefðu komið til Sómalíu komu til þess að bera kennsl á nokkur lík. Hann tók ekki fram af hverjum líkin hefðu verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×