Erlent

YouTube að deila auglýsingatekjum með notendum

Chad Hurkley, annars stofnenda YouTube, skýrði frá þessu í dag.
Chad Hurkley, annars stofnenda YouTube, skýrði frá þessu í dag. MYND/AP

Chad Hurkley, annars stofnenda YouTube, skýrði frá því í dag að þeir ætli að gefa notendum sem setja sínar eigin bíómyndir á vefinn hluta af auglýsingatekjum sínum. Framtakið á að ýta undir sköpunargleði notenda og stendur til boða þeim notendum sem eiga höfundarréttin á því sem þeir setja á vefinn.

Fyrirtækið er sem stendur að þróa tækni til þess að bera kennsl á efni sem er höfundarréttarvarið. Einnig er verið að vinna að útfærslu á því hvernig notendur fá peninginn til sín.

YouTube hefur fleiri en 70 milljón notendur en leitarfyrirtækið Google keypti nýlega vefsíðuna. Aðrar myndbandavefsíður, eins og Revver, hafa svipað kerfi nú þegar en YouTube er sú eina sem hefur tugi milljóna notenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×