Erlent

Ályktað gegn efasemdarmönnum

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þess efnis að þeir sem afneiti Helför gyðinga verði fordæmdir. Bandaríkjamenn lögðu fram drög að ályktuninni. Hún er sögð svar við ráðstefnu í Íran fyrir áramót þar sem dregið var í efa að Helförin hefði átt sér stað. Það voru rúmlega hundrað þjóðir sem studdu ályktunina. Fulltrúi Írana á Allsherjarþinginu sagði hana runna undan rifjum Ísraela sem noti fortíðina til að réttlæta óhæfuverk sín í dag.

Minningarathafnir vegna þeirra sex milljón Gyðinga sem myrtir voru í útrýmingarbúðum Nasista eru haldnar víða um heim í dag. Sextíu og tvö ár eru frá því að Sovétmenn frelsuðu fanga í Auschwitz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×