Erlent

Mettap á rekstri Ford

Stjórnendur Ford vilja eflaust gleyma árinu 2006 sem fyrst.
Stjórnendur Ford vilja eflaust gleyma árinu 2006 sem fyrst. MYND/AP

Það er af sem áður var hjá bandaríska bílarisanum Ford því afkoma síðasta árs var sú versta í 103 ára sögu fyrirtækisins. Ársuppgjör þess var kynnt í gær en samkvæmt því nam tapið á árinu tæpum 890 milljörðum króna, sem er litlu minna en verg þjóðarframleiðsla Íslendinga á ári. Lætur nærri að hvert einasta ökutæki sem runnið hefur af færiböndum Ford hafi verið framleitt með 140.000 króna tapi.

Minnkandi spurn eftir jeppum og öðrum eldsneytisfrekum ökutækjum er ein aðalástæða þessa mikla taps, svo og harðnandi samkeppni við aðra bílaframleiðendur. Búist er við áframhaldandi taprekstri næstu tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×