Viðskipti innlent

Tekjur af erlendri starfsemi í fyrsta sinn meiri

Frá kynningarfundi Landsbankans á afkomu síðasta árs í Lundúnum í morgun.
Frá kynningarfundi Landsbankans á afkomu síðasta árs í Lundúnum í morgun. MYND/Stöð 2

Liðlega helmingur af tekjum Landsbanka Íslands á síðasta ári stöfuðu af umsvifum bankans í útlöndum en þetta er í fyrsta sinn sem tekjur af erlendri starfsemi eru meiri en af innlendri. Hagnaður bankans á síðasta ári var rúmir fjörtíu milljarðar króna eftir skatta en það er 61% aukning frá fyrra ári.

Grunntekjur fyrirtækisins námu tæpum sjötíu milljörðum króna en þær jukust um þrjátíu milljarða frá fyrra ári. Tekjur af erlendri starfsemi námu tæpum fjörtíu og sjö milljörðum króna eða 52% af heildartekjum en þær voru 17% á árinu 2005. Heildareignir bankans námu tæpum tvöþúsund og tvöhundruð milljörðum króna í árslok 2006.

Uppgjör Landsbankans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×